Skírnir - 01.04.1998, Page 125
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
119
Mér virðist þannig að viss innri togstreita hrjái þá hugmynd í
SHN að allar persónur séu jafnar að manngildi, eða siðferðilega
jafngildar. Ef til vill er hún eitt dæmi þess sem Williams talar um
að „við höldum bara að við höldum“. Hugmynd SHF, um að
persónur hafi ólíka siðlega verðleika til að bera - og hollast sé að
þær viti af því til að geta viðhaldið verðleikunum eða aukið við
þá91 - virðist hér mun raunhæfari og heillavænlegri. Hún breytti
líka ýmsum öðrum rótgrónum jafnaðarhugmyndum í SHN, sem
okkur kunna að vera kærar, mun minna en ætla mætti við fyrstu
sýn; því þótt við höfnum því að allar persónur séu siðlega jafn-
gildar þýðir það ekki að við höfnum jafngildi og jafnrétti persóna
í ýmsum öðrum skilningi.92 Við viljum til dæmis örugglega að
nemendum sé tryggð sem jöfnust staða við rásmark menntunar
svo að allir hafi í upphafi kost á að sýna hvað í þeim býr, óháð
búsetu, kyni, kynþætti og svo framvegis. Slík jafnaðarhugsjón er
öldungis óháð hugmynd um að allir muni eða skuli koma jafnir í
mark á endanum.93 Við viljum örugglega líka að allir njóti sömu
grundvallar-mannréttinda, til dæmis þeirra að vera taldir saklaus-
ir þar til sekt þeirra er sönnuð, vera ekki beittir gerræði og þving-
unum af hálfu stjórnvalda og svo framvegis. Fyrir slíku eru raun-
ar augljós nytsemdarrök. Og við viljum eflaust að öllum sé sýnd
sama virðing í upphafi samskipta og kynna: menn njóti þar efans,
þó að ekki sé gerð krafa um að við krjúpum síðar hvaða kögur-
sveini sem er sem ekki hefur reynst trausts okkar verður. Ekkert
er þannig röklega athugavert við þá hugmynd að menn hafi sum
réttindi í jöfnum mæli en séu að öðru leyti metnir ójafnt.
Það er hins vegar erfitt að njóta sín með þann djöful í dragi að
mega ekki kannast við fyrir sjálfum sér að siðleg staða manns
kunni að vera betri en ýmissa annarra - sé hún það í raun! Að
slíkri óréttmætri auðmýkt er í besta falli vatnsbragð; í versta falli
91 Sbr. persónuna sem er hógvær af litlum verðleikum sínum (hluti II hér að
framan) en ætti fremur að vera hógvær af miklum.
92 Frekari rök fyrir þessu er að finna í lok ritgerðar Hares, „The Paradox of
Moral Humility“.
93 Ágæta réttlætingu slíkrar jafnaðarhugsjónar í menntun má sjá hjá M. Leicest-
er, í „Equal Opportunities in Education: A Coherent, Rational and Moral
Concern", Journal of Philosophy of Education, 30 (1996).