Skírnir - 01.04.1998, Page 126
120
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
rýrir hún kostinn á að ala börn okkar upp í dygð og stórmennsku
með því að verða þeim meðvituð fyrirmynd.
V
Friedrich Nietzsche hefur í ritum sínum dregið upp skýrari
mynd en nokkur annar heimspekingur af siðlegri arfleifð okkar:
þrunginni af innri mótsögnum sem við drepum á dreif með
hræsni og yfirdrepsskap. Umræðan hér á undan hefur leitt í ljós
sumar þessar mótsagnir: bæði mótsagnir milli SHF og SHN, og
innbyrðis í SHN milli þeirra hugmynda sem eru okkur í raun
innlífar og hinna sem ekki eru nema dauð heilafylli. Eg hef leitt
rök að því að útilokað sé að endurreisa hugsjón á borð við stór-
mennsku Aristótelesar, ættaða úr SHF, nema gera fyrst upp sakir
við þessar mótsagnir samtímans: velja og hafna, rekja og rýna,
uns eftir stendur sæmilega heilsteypt lífsskoðun. Niðurstaðan
hefur orðið sú, ef eitt reyndaratriði er undanskilið, að hugmyndir
SHF séu heilnæmari og rökréttari á öllum þeim fjórum sviðum
sem tekin voru til athugunar. Þær hugmyndir eru stórmennsk-
unm vegsauki, ekki ávirðing.
Nú kann einhver að skilja mig svo að ég vilji hafna SHN eins
og hann leggur sig og þar með hinni kristnu arfleifð okkar: ég sé
hundheiðin „fornaldarsál“ eins og Einar H. Kvaran bar upp á
Sigurð Nordal forðum tíð.94 Við því á ég tvenns konar svör. í
fyrra lagi hlýt ég að minna á, eins og Bjarni Guðnason gerði af
öðru tilefni í Skírnisgrem fyrir rúmum 30 árum, að stór meirihluti
siðferðishugmynda og -reglna, lasta og dygða, er sammannlegur
og ekki bundinn einu siðakerfi öðru fremur.95 Eg hef hér að
framan einblínt á toppinn á ísjakanum, þær hugmyndir sem á ein-
hvern hátt rekast á, en þar fyrir neðan mara allar sameiginlegu
hugmyndirnar í friðsamlegu jafnvægi. Það er engin hending að
heilagur Tómas taldi sig geta sætt aristótelíska og kristna siða-
skoðun með því að höggva smávegis íshröngl af hinni fyrrnefndu.
Flestar lífsreglur og dygðir hljóta raunar að vera hinar sömu í
94 Skiptar skoðanir, bls. 88.
95 „Þankar um siðfræði Islendingasagna“, Skírnir, 139 (1965), bls. 72.