Skírnir - 01.04.1998, Side 127
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
121
SHF og SHN, þó ekki væri nema fyrir þá sök að við menn erum
náttúruleg tegund með tiltekið eðli og þurfum að mestu á sömu
hátternisreglum að halda til að þrífast í umhverfi okkar. I síðara
lagi skal ég glaður taka undir þá skoðun að ríki sjálfum sér sam-
kvæmra, sannkristinna manna væri Paradís á jörð. Lengra yrði
vart komist í siðferðisátt. En við búum ekki í slíku ríki og borin
von að koma því á laggir. Það sem meira er: Þegar kristnum hug-
myndum er hnoðað saman við kantískar, og síðan goldin vara-
þjónusta af fólki sem ekki er kristið í hugsun, orði og allrasíst í
verki, verður útkoman sú sem Nietzsche fordæmdi svo kröftug-
lega.
Rök mín fyrir heilnæmi stórmennskunnar og fylgihugmynda
hennar hafa flest hnigið í sömu átt: að í því samfélagi sem við
byggjum nú - þeim eina siðferðisakri sem sáð verði í með vissu -
séu þessar hugmyndir raunhæfar og framkvæmanlegar. Minn-
umst andmæla Humes gegn „munkadygðunum“ svokölluðu:
skírlífi, föstum, kárínum, meinlætum, sjálfafneitun, auðmýkt, þögn, ein-
veru, hví er þeim ails staðar hafnað af skynsömum mönnum? Er það
ekki vegna þess að þær eru gagnslausar og auka hvorki veraldargengi
manns né gagnsemi hans fyrir samfélagið; gjöra hann hvorki færari um
að geðjast öðrum né hæfari til að njóta lífsins? Við okkur blasir þvert á
móti að þær ganga gegn öllum þessum eftirsóknarverðu markmiðum;
gjöra skilninginn sljóan, hjartað kalt, ímyndunaraflið dauft og skapið
súrt.96
Málsvörn stórmennskunnar hvílir einmitt á nytjarökum í anda
þessara orða Humes: Hún samræmdist eðli og hagsmunum
venjulegs fólks, yrði því í senn gagnsemislind og gleðigjafi. Stór-
mennskuhugsjónin ætti þannig að höfða til allra þeirra sem skilja
siðferðið - í anda Aristótelesar, Humes eða Mills - veraldlegum,
félagslegum og hagnýtum skilningi. Þessir heimspekingar, ásamt
Nietzsche, eiga sér marga aðdáendur hér á landi; gott ef marxistar
ættu ekki að kinka kolli líka, séu þeir enn til.97 Eina setningin sem
96 An Enquiry Concerning the Principles of Morals (Oxford: Oxford University
Press, 1902), bls. 270.
97 Marxistum ætti m.a. að falla vel í geð áhersla Aristótelesar á efnislegar for-
sendur dygða og farsældar, þó að þeim þætti stórmennskuhugsjónin ugglaust
ekki nógu jafnaðarsinnuð.