Skírnir - 01.04.1998, Page 129
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
123
í fyrsta lagi þarf að huga sérstaklega að sambandi stór-
mennsku og sjdlfsvirðingar. Nánast allir sem fást við uppeldismál,
hvar í fræðaflokki sem þeir standa, eru sammála um nauðsyn þess
að temja börnum og unglingum sterka sjálfsvirðingu, enda séu
skýr tengsl milli sjálfsvirðingar og farsældar í lífinu. Fræðingarnir
eru hins vegar mun síður sammála um hvað sjálfsvirðing sé. Fyrir
nokkrum árum flutti ég erindi um þetta efni á samkomum víða
um land: meðal annars hjá foreldra- og kennarafélögum á leik-,
grunn- og framhaldsskólastigi. Til einföldunar útbjó ég þar skýr-
ingarmynd er lýsti sambandi sjálfsvirðingar og sjálfsálits sem
tveggja þátta sjálfsmyndar. Sjálfsvirðingin, sem ég líkti við kerald,
snerist um hvaða lífsreglur maður temdi sér og að hvaða mark-
miðum maður stefndi í lífinu: því ákveðnari reglur og háleitari
markmið, þeim mun stærra kerald. Sjálfsálitið, sem var vatnið í
keraldinu, snerist aftur á móti um eigið mat á því hvernig okkur
hefði lánast að fullnægja kröfum sjálfsvirðingarinnar, í saman-
burði við aðra: því betri árangur að eigin dómi, þeim mun meira
vatn. Ut úr þessu kom svo fjögurra reita tafla með „sýni-mann-
gerðum" sem ég reyndi að gefa eftirminnileg heiti:
SJÁLFSVIRÐING ( „keraldið")
Stórt Lítið
SJÁLFS- ÁLIT Mikið Höfðinginn Roðhænsnið
(„vatnið") Lítið Barlómskrákan Ræfillinn
Flestir áheyrendur virtust kannast við þessar manngerðir úr
skólastofunni - og sumir raunar af kennarastofunni líka! „Höfð-
inginn“ er nemandi sem setur markið hátt, fylgir skýrum hegð-
Sumir telja þó að Aristóteles hafi vanmetið kost þeirra sem ekki njóta boð-
legs siðferðisuppeldis í æsku að rétta sjálfir úr kútnum síðar, sjá t.d. N.
Sherman, „The Role of Emotions in Aristotelian Virtue", í J. J. Cleary og W.
Wians (ritstj.), Proceedings of the Boston Area Colloqumm in Ancient
Pbilosophy, IX (New York: University Press of America, 1993).