Skírnir - 01.04.1998, Page 132
126
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
eftir að verða hinn mesti skörungur þegar fram líða stundir.
Markmið föðurins er að minni hyggju enn lærdómsríkara fyrir þá
sök að lítil stúlka á í hlut; ég óttast að tilhneigingin sé enn sú að
temja stúlkum fremur geðleysi og auðmýkt en piltum. Ef til vill
væri mikilvægasta framlagið til kvenfrelsisbaráttunnar það að
konur bæði fengju í tannfé og tileinkuðu sér sjálfar meiri stór-
mennsku.106
Fjórða spurningin er ég varpa fram sem nokkurs konar
heimaverkefni til lesenda snýst um hvort yfirleitt sé unnt að gera
alla að stórmennum. Margir álíta að merja þurfi af stönglinum
marga hnappa til að út springi eitt yfirgnæfandi rósarhöfuð; og að
einhverju leyti var slíkt hugsun Aristótelesar. En þá er að því að
hyggja að við lifum nú á öðrum tímum en hann í efnahagslegu til-
liti; erfitt er að hugsa sér að margir séu útilokaðir frá því að verða
stórmenni á Islandi vegna þess að þá skorti hinar efnislegu for-
sendur til þess. En hvað um aðrar takmarkanir? Er ekki mann-
kynið svo aumt að borin von sé að meirihluti þess geti nema bað-
að sig í útgeisluninni frá stórmennsku annarra? Þótt kynlegt
kunni að virðast hygg ég að sterk rök gegn slíkri úrvalshyggju
megi sækja í smiðju Nietzsches og þá einkum til hugmyndar hans
um „ofurmennið", enda fer viss skyldleiki þess og stórmennis
Aristótelesar ekki leynt.
Ofurmennishugtakið hefur oft verið misskilið og mistúlkað.
„Maðurinn er vaður sem strengdur er á milli dýrs og ofurmenn-
is“, segir Nietzsche, „vaður yfir hyldýpisgjá".107 Það sem hann á
við er að seilin sem tengir einstaklinginn við sitt sanna sjálf sé
óslitin; á öllu velti hins vegar hvort hann vilji lesa sig eftir henni í
rétta átt. „Þú skalt verða sá sem þú ert!“ er hvatning Nietzsches,
að venju í véfréttarstíl: fullgerðu þig með því að ná valdi yfir sjálf-
um þér.108 Ofurmennið er ekki „hinn“ maðurinn, hvað þá teikni-
106 Jaime Nubiola heldur slíkri skoðun á lofti í „Emancipación, Magnanimidad
Y Mujeres“, Anuario Filosófico, 27 (1994), ritgerð sem höfundur var svo vin-
samlegur að senda mér eftir að ég hafði spurst fyrir um það á Netinu hvað
aðrir heimspekingar hefðu verið að hugsa um stórmennsku.
107 Svo mœlti Zaraþústra (þýð. Jón Árni Jónsson, Reykjavík: Heimspekistofn-
un/Háskólaútgáfan, 1996), bls. 43 [inngangur, 4].
108 Sama rit, bls. 236 [IV, 1]. Vilhjálmur Árnason lýsir ofurmennishugsjón