Skírnir - 01.04.1998, Page 133
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
127
myndahetjan samnefnda, það er ég, nái ég að hefja mig upp úr
hjóminu, skera á fjötra eigin sjálfsánægju og sjálfsblekkingar og
verða sá sem ég get best orðið. Nietzsche varar sérstaklega við til-
hneigingu okkar til að hefja á stall einhverjar hetjur og snillinga
sem þegið hafi svo mikla hæfileika í vöggugjöf að við getum ekki
keppt við þá: Menn verða snillingar með því að ætla sér það og
vinna að því hörðum höndum. Hetjuímyndin er ekki annað en
varnarháttur hinna sjálfsblekktu er nota hana sem afsökun fyrir
eigin dáðleysi.109 Föllumst við á þá skoðun Nietzsches að í öllu
fólki búi kosturinn á að verða ofurmenni - hvort sem það kemur
til með að nýta sér hann eða ekki - skyldi maður ætla að því væri
ekki síður kleift að verða stórmenni í aristótelískum skilningi. En
spurning mín var einmitt sú hvort það sé rétt.
Lokaspurningin, og ef til vill sú nærtækasta fyrir íslenska
heimspekinga, er um samband stórmennskunnar og þeirrar
manngildishugsjónar sem fram kemur í fornsögum okkar. Vart
þarf nema menntaskólaþekkingu á Hávamálum og Islendingasög-
unum til að vekja hugboð um skyldleika mikilmenna þeirra og
stórmennis Aristótelesar.110 Guðmundur Finnbogason gekk
raunar svo langt fyrir nær sjö tugum ára að kveða „nákvæmlega
sömu kenningu“ á ferð í Hávamálum og siðfræði Aristótelesar.111
Geta mín er sú að auðvelt muni að finna manngerðum Aristótel-
esar stað í fornsögum okkar og að ýmsar lykilhugmyndir SHF,
sem raktar voru í fjórða hluta hér að framan, séu þar einnig lif-
andi komnar.
Nietzsches vel í „Við rætur mannlegs siðferðis: Siðagagnrýni og heilræði
Friedrichs Nietzsche“, Skírnir, 167 (vor, 1993).
109 Menschliches Allzumenschliches, 1878-80 (ýmsar útgáfur), hluti 162-63. Sjá
einnig 3. ritgerðina í Unzeitgemdsse Betrachtungen, 1873-76 (ýmsar útgáfur):
„Schopenhauer als Erzieher“.
110 Sjá stutta ábendingu þessa efnis í ritgerð Vilhjálms Árnasonar, „Morality and
Social Structure in the Icelandic Sagas“, Journal of English and Germanic
Philology, 90 (1991), bls. 158 (neðanmálsgrein 6). Ég ræði þennan skyldleika í
„Liberating Moral Traditions: Saga Morality and Aristotle’s Megalopsychia“
(ritgerð í smíðum).
111 „Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles“, Skírnir, 103 (1929), bls. 99. Guð-
mundur byggir að vísu samanburð sinn á hugmyndum um vináttu, hyggindi
og mundangshóf, fremur en stórmennsku.