Skírnir - 01.04.1998, Side 135
HERMANN STEFÁNSSON
Dauði Barthes:
undanþeginn herskyldu
i
Eg verð að játa að mér er ókleift að vekja með mér áhuga á fegurð tiltek-
ins staðar ef á honum er ekkert fólk (ég kann ekki að meta mannlaus
söfn); og öfugt: til að uppgötva það áhugaverða við andlit, vaxtarlag,
klæðaburð, til þess að bragð sé að fundi við manneskju verður hann að
fara fram á áhugaverðum stað, stað sem hægt er að gæða sér á.1
Það er árið 1978 og Roland Barthes er á leiðinni á næturklúbb, Le
Palace, stað sem hann túlkar einsog önnur fyrirbæri í umhverf-
inu; Barthes er fræðimaður sem les heiminn. Hann á tuttugu
mánuði eftir ólifaða þegar hann skrifar þetta. Að þeim liðnum
gengur hann í veg fyrir bíl sem verður honum að aldurtila.2 Á
þeirri stundu er hann einnig umvafinn fólki; hann er niðursokk-
inn í samræður við hóp af sósíalistum og menntamönnum, á
leiðinni út úr Collége de France þar sem hann gegnir prófessors-
stöðu, æðstu stöðu í frönsku menntakerfi.
Slysstaðurinn er áhugaverður og andlitin mörg - dauði Barth-
es er áhugaverður atburður í sjálfum sér, viðburður sem er
„skáldskapur í menningunni" rétt einsog Le Palace, skemmtistað-
urinn þar sem Barthes kunni að meta fólkið vegna umhverfisins
og umhverfið vegna fólksins.
Barthes settist ekki aðeins í kennarastól í Collége de France,
hann bjó þennan stól til: prófessorsstaða í bókmenntalegri tákn-
fræði varð til fyrir hans tilverknað. I fyrirlestri grínaðist hann
með að réttast væri að setja hjól undir stólinn, gera hann að hjóla-
t Roland Barthes, „Au Palace ce soir“, Inrídents, Éditions du Seuil, París, 1987.
Hér er farið eftir enskri útgáfu: „At le Palace Tonight", Inrídents, þýð.
Richard Howard, University of California Press, Los Angeles, 1992. Þýðingar
úr enskum útgáfum verka Barthes eru mínar.
2 Frá slysinu skýrir t.d. Jonathan Culler í Bartbes, Fontana Press, London,
1983.
Skímir, 172. ár (vor 1998)