Skírnir - 01.04.1998, Side 136
130
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
stól sem væri á sífelldri hreyfingu, væri ekið á milli fræðigreina,
viðfanga; einskonar Svarti Pétur samtímaþekkingar.3 Táknfræði
var ekki lengur einskorðuð við bókmenntaleg tákn heldur gat
hún skoðað hvað sem var. Og Barthes las öll helstu fyrirbæri sið-
menningarinnar og afurðir fjöldamenningar: þvottaefni, nektar-
dans, ljósmyndir, glímu, tísku, húsgögn, leikföng, bíla.4
Nú, 17 árum eftir dauða sinn, er Barthes þó ekki síst þekktur
sem maðurinn á bak við dauða höfundarins.5 Hann er „maðurinn
sem drap höfundinn“. I ljósi þess sem er skrifað um hann á okkar
dögum er stundum líkt og Barthes hafi ekki lagt stund á grein-
ingu heldur hernað.
2
Ef Barthes er ábyrgur fyrir dauða höfundarins hefur hann fengið
„makleg málagjöld". Hugmyndir hans hafa orðið fyrir einföldun,
búin hafa verið til úr þeim stikkorð. Dauði höfundarins, sem
samkvæmt hugmyndum Barthes vísar á viðburð í þróun bók-
menntatexta og afleiðingar þess viðburðar, hefur í vaxandi mæli
orðið að menningarpólitískri stærð eða umgjörð hagsmuna-
árekstra. Og Roland Barthes stendur fyrir þessa stærð, þennan
þátt í landslaginu.
I hugmyndum Barthes - og ég nota nafnið sem safnheiti um
tiltekinn fjölda af textum - er í raun og veru ekki „heil brú“. Það
3 Roland Barthes, Legon inaugurable de la Chaire de semiologie littéraire du
Collége de France, prononce le janvier 1977, Seuil, París, 1978. Ensk útgáfa:
„Inaugural Lecture", þýð. Richard Howard, A Barthes Reader, ritstj. Susan
Sontag, Hill and Wang, New York, 1982.
4 I einu af ritum Barthes, Heimsveldi táknanna, L 'Empire des Signes, Editions
d’Art Albert Skira S.A., Genf, 1970, á ensku: Empire of Signs, þýð. Richard
Howard, Hill and Wang, New York, 1982, er Japan lesið einsog skáldsaga,
ráðið er í umbúðir landsins og tákn þess. Barthes kunni ekki japönsku.
Heimsveldi táknanna er líklega ómengaðasti táknfræðilegi lestur hans á um-
hverfinu.
5 Ein af greinum Barthes er þekktari en allt annað sem hann skrifaði og er þar
átt við „La mort de l’auteur“, sem birtist í Manteia V, 1968. I íslenskri þýð-
ingu: „Dauði höfundarins“, þýð. Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir,
Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgis-
dóttir og Kristín Viðarsdóttir, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands,
Reykjavík, 1991.