Skírnir - 01.04.1998, Page 137
SKÍRNIR
DAUÐI BARTHES
131
er engin heildstæð, gegnumgangandi kenning í höfundarverki
hans. Skrif Barthes miða ekki að því að miðla lesandanum einni
meginhugmynd - á borð við dauða höfundarins. Roland Barthes
skipti um hugmyndakerfi, stíl, aðferð og umfjöllunarefni á milli
verka; hans aðall var að koma á óvart. Hann var ekki fyrr búinn
að leggja grunninn að nýju bókmenntalegu andrúmslofti þegar
hann hóf andóf gegn því. „Er sigur blasir við á einum stað vill
hann fara eitthvert annað.“6
Þegar Barthes gekk í veg fyrir bílinn var hann að koma frá því
að flytja fyrirlestur í röð sem hann kallaði „undirbúning fyrir
skáldsöguna". I þessum fyrirlestrum hafði hann allt í einu og öll-
um að óvörum fengið áhuga á sérhverju smáatriði í lífi rithöf-
unda, hvernig þeir skipuleggja tíma sinn, hvernig vinnuaðstaða
þeirra er, hvernig þeir haga félagslífi sínu meðan þeir eru að skrifa
skáldsögu. Og þessi áhugi náði einnig til hans eigin lífs. I merki-
legu, „sjálfsævisögulegu" verki, Roland Barthes eftir Roland
Barthes, sem út kom fimm árum áður, er að finna kafla sem nefn-
ist „hægindi“.7 Afi Barthes, segir í kaflanum, hagaði hlutunum
vandlega á vinnustofu sinni þannig að hann hefði útsýni yfir
garðinn; og sjálfur leitaðist Barthes við það sama: að skapa sér lík-
amleg þægindi við skriftir ekki síður en andlega „rósemd“ - hann
áleit sig vera hedonista á þessum tímapunkti. Barthes skrifaði
6 Roland Barthes, Roland Barthes par Roland Barthes, Éditions du Seuil, París,
1975. Ensk útgáfa: Roland Barthes by Roland Barthes, þýð. Richard Howard,
Hill and Wang, New York, 1977.
7 Roland Barthes, Roland Barthes by Roland Barthes, bls. 43, kaflinn heitir
„L’aise - Ease“. Þess má geta að Barthes fékk titil verksins að láni. Nokkru
áður hafði franskt bókaforlag byrjað að gefa út ritröð „sjálfsævisagna" klass-
ískra rithöfunda. Sjálfsævisögurnar báru allar titilinn „X eftir hann/hana
sjálfa(n)“ með nafni viðkomandi rithöfundar í staðinn fyrir X. Þessar bækur
samanstóðu af ummælum sem höfundarnir höfðu sagt eða skrifað um sjálfa
sig á ólíkum vettvangi, ummælum sem tekin voru úr samhengi og birt sem
heild sem ekki var hugsuð af höfundunum sjálfum, einskonar svikaævisögur.
Verk Barthes þykist því vera svikaævisaga, orð slitin úr samhengi og þó að
þetta sé nokkurskonar ævisaga verður hún einkennilega höfundarlaus fyrir
bragðið, líkt og einhver hafi púslað saman orðum hans úr samhengi og án
hans leyfis. Þá er einnig rétt að hafa í huga aðfararorð verksins: „Allt þetta
skyldi skoðast einsog það sé talað af persónu í skáldsögu." Barthes eftir
Barthes hefur verið kölluð skáldsaga án söguþráðar og sögupersóna.