Skírnir - 01.04.1998, Page 138
132
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
með líkamanum í vissum skilningi; það að skrifa var líkamlegur
eða jafnvel holdlegur verknaður, nautn. Og skapa þurfti líkaman-
um vinnusvæði, svæði sem tæki mið af ánægjunni við að skrifa.
I verkinu birtir Barthes allmargar ljósmyndir, þar af þrjár af
þremur mismunandi vinnustofum, skrifborðum sem hann situr
sjálfur við. Þar er öllu raðað af stakri þolinmæði, fyrirhyggju. A
einni vinnustofunni er uppröðunin næstum því sjúklega nákvæm;
allt er á sínum stað. Á vinstri hönd er sími; Barthes var örvhentur
og velti því fyrir sér að hve miklu leyti samfélagið væri sniðið að
þörfum rétthentra: jafnvel símtól snúa öfugt fyrir örvhenta. Hann
hefur greinilega ekki farið varhluta af þessu; þetta er eina myndin
þar sem Barthes er að skrifa og hann skrifar með hægri hendi. Á
hinum myndunum er hann að dytta að hlutunum með líkama
sínum, ef svo má segja, og hefur bersýnilega góð tök á þeirri list
að halda á vindli í munnvikinu. Hann er ótrúlega sportlegur í
klæðaburði á annarri, er að teygja sig í blöð sem hann er að
flokka. Á hinni er hann að mála og hvílir vinstri höndina mak-
indalega og teygir pensil í málningu með hinni. Ljósmyndirnar
birta ekki bókmenntajöfur, hugsuð, andans mann: þær birta þrjú
sýnishorn af holdi og blóði, kjötflikki sem krefst þess að fá sitt
svigrúm, sína nautn.
Barthes freistar þess í verkinu að gera grein fyrir skrifum
sínum og hugmyndum, fösum sem hann hefur gengið í gegnum.
Hann setur þetta upp í töflu: Núllpunktur skrifa og Goðsagnir
eru undir titlinum „verk“. Þau verk eru kennd við samfélagslega
goðsagnafræði og tengd við Sartre, Marx og Brecht; táknfræðirit
(Eigindir táknfræði, Táknkerfi tískunnar) tengir Barthes við
Saussure, siðfræðirit (Anxgja textans, Barthes eftir Barthes) við
Nietzsche og textafræði (Fourier, Loyola) við Sollers, Kristevu,
Derrida og Lacan. Eina grein skrifa sinna kallar hann „þrá til að
skrifa“. Hann hefur þetta innan sviga og kennir við rithöfund,
André Gide. Barthes fellir ekkert af skrifum sínum undir þessa
grein, dálkurinn yfir slík verk er auður.8
8 Athyglisvert er að Barthes notar hugtakið „verk“ einsog ekkert sé, þrátt fyrir
eða jafnvel í andstöðu við grein sína „De l’œvre au texte“, Revue d’esthétique,