Skírnir - 01.04.1998, Side 139
SKlRNIR
DAUÐI BARTHES
133
Sá texti sem þó fellur einna best undir þessa skilgreiningu er
Soiréer de Paris, dagbók frá árinu 1979 sem gefin var út eftir
dauða Barthes.3 * * * * * 9 Hann hafði áður viðrað efasemdir um gildi dag-
bókarskrifa sem ætluð væru til útgáfu en tók svo sjálfur einmitt
til við slíka iðju. Dagbókin er bersýnilega skrifuð með útgáfu í
huga, líkt og frægar dagbækur Gide, en tengist þeim höfundi líka
vegna þess að þar fjallar Barthes um kynhneigð sína líkt og Gide
hafði gert áður.
En „ævisagan" sjálf getur líka talist til flokksins „þrá til að
skrifa“. I Barthes eftir Barthes fáum við að vita að Barthes kann
að meta perur en ekki jarðarber, Hándel en ekki Bartók. Það er
fullyrt - og rökstutt - að slíkar upplýsingar séu merkingarbær-
ar.10 Roland Barthes var orðinn Höfundur, í fullkomnu andófi
gegn fyrri hugmyndum sínum um fjarvist höfundarins í textan-
um. Hann er til staðar í þríriti í Barthes eftir Barthes: ekki bara í
ljósmyndum - og aldrei sem ríkjandi rödd - heldur í tveimur
röddum, fyrstu persónu og þriðju, „mér“ og „honum“.
Dauði höfundarins var aðeins lítill hluti af mótsagnakenndum
hugmyndaheimi Barthes. En það er ekki alveg þessi dauði sem
mig langar til að skoða, ekki dauði Höfundarins með stórum staf
heldur Dauði höfundarins - sem er ekki síður bókmenntalegur,
táknfræðilegur, sögulegur. Andartakið þegar Barthes varð fyrir
bíl vekur áhuga minn. Það andartak var raungervingur athyglis-
verðrar, sögulegrar táknfræði: merkingarfræði dauðdaganna.
3, 1971. „Frá verki til texta“, þýð. Guðlaug Richter, Spor í bókmenntafrœði 20.
aldar. En hér er ekki víst að Barthes sé í andstöðu við þessa grein sína því hún
útilokar ekki notkun hugtaksins „verks“ í merkingunni bók, hlutur. „Að upp-
ræta hjálparmálið", segir í greininni, „eða í það minnsta að draga það í efa (því
það getur verið nauðsynlegt að grípa til þess til bráðabirgða) er hluti af sjálfri
kenningunni" (bls. 190).
9 Roland Barthes, „Soiréer de Paris“, Incidents.
10 Roland Barthes by Roland Barthes, bls 116. Kaflinn nefnist „Mér líkar, mér
líkar ekki“. „Þetta virðist ekki hafa neina merkingu," segir þar. „Og þó merkir
þetta: líkami minn er ekki eins og líkami þinn. Þannig að í þessari stjórnlausu
froðu af smekk, þessu máttlausa suði, kemur smátt og smátt í ljós ráðgáta lík-
amans. Líkaminn fer að krefjast lotningar, fara fram á að annað fólk umberi
mig af frjálslyndi, haldi þögn sinni og kurteisi frammi fyrir velþóknun og van-
þóknun sem það deilir ekki með mér.“