Skírnir - 01.04.1998, Síða 140
134
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
3
Táknfræði dauðdaganna á sér djúpar rætur í vestrænni siðmenn-
ingu. Hún er ekki ný, hlutlaus eða frjáls. Fyrir henni er ævagömul
hefð og upphafið má sennilega rekja til fornra gyðinga en í laga-
bók þeirra, Talmúd, er ítarleg útlegging á merkingu hvers dauð-
daga fyrir sig.11 Þar eru fyrirmæli um útfærslur á dauðarefsingum
sem hæfa ólíkum glæpum. Náttúruöflin eru kölluð til, einkum
eldur og vatn. Það náttúruafl sem einstaklingurinn hefur brotið
gegn er látið valda dauða hans. Tegund dauðarefsingar fer einnig
eftir kynferði, þjóðfélagsstöðu, kynþætti og ásetningi. Ofl í nátt-
úrunni eru látin tákna eiginleika manna þó ekki séu náttúruleg
tengsl þar á milli. Þannig er til dæmis um ásetning að ræða ef
hlutur fellur að ofan og niður úr höndum manns og verður manni
að bana en óviljaverk ef hluturinn fer upp. Ur Biblíunni er svipuð
hugsun þekkt, til dæmis úr fimmtu Mósebók: „Líf fyrir líf, auga
fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót“ (19:22).
Og í sömu bók tekur refsingin á sig fleiri „náttúrulegar" myndir:
„Þegar tveir menn eru í áflogum, og kona annars hleypur að, til
þess að hjálpa manni sínum úr höndum þess er slær hann, og hún
réttir út höndina og tekur um hreðjar honum. Þá skalt þú höggva
af henni höndina og eigi líta hana vægðarauga“ (25:11).
Úr þessu verður til „hið ljóðræna réttlæti" sem lítur á sig sem
náttúrulegt og óháð sögu, tungumáli, valdahlutföllum og for-
dómum ríkjandi samfélags. Hér er lagður grunnur að menningar-
fyrirbæri í nútímanum sem Barthes gagnrýndi oft, einkum
snemma á ferli sínum: réttlætingu samfélagsins í náttúrulögmál-
um.12 I þessu tilviki er dauðdaginn tákn sem læst vera eitthvað
annað en afrakstur tungumálsins og menningarinnar, þykist
11 Sjá t.d. A. Cohen, Everymans’s Talmud, J. M. Dent & Sons LTD, London,
1932.
12 Terry Eagleton leggur áherslu á þennan þátt í skrifurn Barthes í riti sínu Liter-
ary Tbeory. An Introduction, Basil Blackwell, Oxford, 1983. Það má finna
hugmyndinni stað í grein í Goðsögnum um gagnrýnendur sem látast óháðir
hugmyndakerfum en ekki síst í umræðunni um heilbrigt tákn í Núllpunkti
skrifa, Le Degré Zéro de L’Ecriture, Éditions du Seuil, París, 1953. Ensk
útgáfa: Writing Degree Zero, þýð. Annette Lavers, Colin Smith, Jonathan
Cape, London, 1967. Heilbrigt tákn gerir sér ljóst og leikur sér með að vera
tákn, þykist ekki standa í beinu og náttúrulegu sambandi við táknmiðið.