Skírnir - 01.04.1998, Side 142
136
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
Jan Masaryk endaði líf sitt nítján hundruð fjörutíu og eitt með falli
niður í hallargarð í Prag eftir að gæfa hans beið lægri hlut fyrir harð-
neskjulegum örlögum. Þremur árum síðar var Ijóðskáldið Konstantin
Biebl hundelt af fyrrum félögum og stökk af fimmtu hæð niður á gang-
stétt í sömu borg. Líkt og hjá Ikarusi var jörðin náttúruaflið sem bugaði
hann, dauði hans var tákn harmrænna átaka rýmis og efnis, draums og
vöku.
Jan Hus og Giordano Bruno gátu ekki fallið fyrir sverði eða reipi
böðulsins heldur einungis farist á bálkesti. Lífi þeirra var þannig um-
breytt í leiðarljós, vita, kyndla sem lýsa langt inn í aldirnar því líkaminn
er endanlegur og hugsunin eilíf og tindrandi kjarni eldsins er ímynd
hugsunarinnar.
Á hinn bóginn er Ófelía óhugsandi á bálkesti og varð að deyja í vatni
því að vatnsdýpi er nátengt mannlegu djúpi. Vatnið er náttúruafl sem
drepur þá sem hafa drukknað í sjálfum sér, í ást sinni, tilfinningum,
brjálæði, í hugsunum sínum og hringiðu þeirra.13
Kundera einbeitir sér að því að skilgreina ólíkar gerðir hins ljóð-
ræna dauðdaga: eldur, vatn, jörð.
Nútíminn á sínar goðsagnir um dauðann. Skáld deyja úr
berklum og hugsuðir fremja sjálfsmorð. Það síðarnefnda er ef til
vill skýrasta dæmið um táknfræði dauðdaganna: úthugsuð boð-
sending, tákn sem jafnvel á sér höfund. Bílslys er þó tiltölulega
nútímalegur og óháður dauðdagi, skyldi maður ætla. En Dauði
Díönu var ekki hlutlaus; hann var ljóðræn nútímatragedía og laut
lögmálum klassískrar formgerðar - bíll er ekki eins ótáknrænn og
mætti halda. Og dauðinn sjálfur er skilaboð, margræð og sleip
skilaboð með sinn eigin táknaheim rétt einsog annar skáldskapur
siðmenningarinnar.
4
Eitt af því sem Barthes tekur fyrir í verki sínu Goðsagnir er
táknaheimur þvottaefna, samband þvottadufts, klórs og sótt-
hreinsiefna við meinsemdina, óhreinindin.14 Greinin nefnist
13 Milan Kundera, Life is Elsewhere, þýð. Peter Kussi á óútgefnum tékkneskum
frumtexta, Penguin Books, New York, 1986, 290.
14 Roland Barthes, Mythologies, Éditions du Seuil, París, 1970. Ensk útgáfa: