Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 143
SKÍRNIR
DAUÐIBARTHES
137
„Þvottaduft og sótthreinsiefni" og inniheldur táknfræðilegan
lestur á þvottaefnaauglýsingum. Ef til vill er þetta fyrirbæri
nokkuð bundið tíma, þvottaefnaauglýsingar voru heimur út af
fyrir sig á sjötta og sjöunda áratugnum. Klórefni eru þar eldur í
fljótandi formi, stríðsguð, blindur frelsari sem drepur: ef ekki er
farið varlega með efnin geta þau skemmt þvottinn sjálfan, hrein-
lega „brennt“ hann. Þvottaduft er á hinn bóginn efni sem skilur
sauðina frá höfrunum, kjörvirkni þess er að frelsa þvottinn frá
óvininum, óhreinindunum, án þess þó að drepa óvininn. Það
heldur uppi lögum og reglu án þess að heyja stríð. I myndmáli
„Omo“ sótthreinsisins tekur þessi óvinur á sig skýra mynd,
svartur náungi í hvítu líni, ekkert fær stöðvað hann nema mark-
viss réttvísi Omo. Svo virðist sem efnin séu framlenging á hreyf-
ingum þvottakonunnar sem meðhöndlar flíkina af ofsa, nuddar
henni við þvottagrindina, meðan duftið er í hlutverki nákvæmrar
húsmóður sem pressar flíkina í þvottabala.
„Persil Whiteness" hét þvottaduft sem byggði ímynd sína á
samanburði við önnur þvottaefni - samanburðarbrellan í auglýs-
ingum, varan okkar andspænis vöru X. Þvotturinn var hvítari
eftir þvott með Persil Whiteness. Meðan Omo einbeitti sér að
virkni efnisins var Persil Whiteness farið að blanda neytandanum
í málið. Hann var orðinn þátttakandi í frelsandi aðgerðum
þvottaefnisins fremur en bara þakklátur þiggjandi. Persil White-
ness kynnir hégómagirndina til sögunnar; áhyggjurnar af yfir-
borði hlutanna, útliti. Allir vilja vera hvítari og hreinni en hinir.
Omo djúphreinsar þvottinn. Þessi fullyrðing, segir Barthes,
gerir ráð fyrir því að þvotturinn, línið, hafi dýpt, sem er algjör-
lega ný hugsun, hugsun sem höfðar til þeirrar mannlegu þarfar að
faðma, handleika, snerta. Um leið hefur Omo eiginleika froðunn-
ar: það er djúpfreyðandi. Froðan er unaður og munaður af svolít-
ið öðrum toga en „dýptin“, hefur eðliseiginleika lofts, léttleika,
efnisleysi. Búið er að klæða eiturvirkni sótthreinsiefna bæði
djúpri og loftkenndri ímynd, þau geta breytt eiginleikum klæðis-
ins án þess að skemma það.
Mythologies, þýð. Annette Lavers, Jonathan Cape, London, 1972. Kaflarnir í
bókinni birtust upphaflega sem blaðagreinar á árunum 1954-1956.