Skírnir - 01.04.1998, Page 145
SKÍRNIR
DAUÐIBARTHES
139
Hægindin í uppröðuninni á vinnustofu Barthes veittu líkam-
anum rými, það svigrúm sem hann þarfnaðist til að geta notið
ánægjunnar við að skrifa. En það var ekki allt og sumt heldur
lagði Barthes sitt af mörkum til að gera skriftir líkamlegar, gera
þær að verklegri framkvæmd. Hann skrifaði alltaf með penna og
tryggði þannig hámarks þátttöku líkamans í skriftunum. Og það
er tæplega til líkamlegri dauðdagi en að verða fyrir bxl.
5
Bíllinn sem ók yfir Barthes var þvottabíll, sendibíll frá þvottahús-
inu, fullur af þvotti. Fróðlegt væri að vita hvort bíllinn var að
koma með hreinan þvott eða fara með óhreinan. Auðvitað hlýtur
þvotturinn að hafa verið hreinn, nýþveginn og skjannahvítur, og
bíllinn jafnvel hlaðinn af ýmsum gerðum þvottaefna.
Barthes varð fyrir barðinu á tákni sem hann hafði sjálfur ráðið
í, tákni innan annars táknkerfis. Umferðin er gott dæmi um
„skáldskap menningarinnar“ - táknkerfi. Umferðarskilti, ljós,
umferðarreglur, stefnuljós, þetta eru allt tákn sem við lesum dag-
lega. En öfugt við margræðnina í mörgum öðrum skáldskap
menningarinnar eru þessi tákn fastar stærðir sem gera kröfu til
þess að standa í beinu og náttúrulegu sambandi við táknmið sín.
Stoppskilti merkir einfaldlega að maður á að nema staðar. Það er
ekki um neitt val að ræða, enga túlkun, táknið á ekki að fara á
skrið. Þó að skiltin og jafnvel reglurnar séu mismunandi eftir
menningarsvæðum gerir hver umferðatáknaheimur ráð fyrir að
hann sé náttúrulegt ástand hlutanna. Markmiðið er allsstaðar eitt
og hið sama, að koma í veg fyrir óhöpp, árekstra. Táknið á að
hafa sama samband við táknmiðið og dauðarefsingar hjá gyðing-
um til forna: náttúrulegt. Samfélagið finnur reglum sínum stað og
réttlætingu í náttúrulögmálum.
Deilur um lestur táknanna í umferðinni standa ekki um túlk-
unaratriði heldur staðreyndir: hvort ljósið hafi verið gult eða
rautt. Umferðarljósin eru býsna nútímaleg og höfundarlaus tákn;
áður var einfaldlega hægt að spyrja lögregluþjóninn sem stýrði
umferðinni hvaða merki hann hefði gefið; hann var höfundur