Skírnir - 01.04.1998, Page 146
140
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
táknsins og hafði úrslitavald um merkingu. Og „að gefa texta
Höfund er að setja honum takmörk, að veita honum endanlegt
táknmið og loka skrifunum“.15 En þó að táknkerfi umferðarljósa
sé sjálfvirkt er það engu að síður lokað. Umferðin er martröð
manns sem lætur sig dreyma um heim sem er undanþeginn merk-
ingu líkt og maður er undanþeginn herskyldu því tákn umferðar-
innar raða sér upp í fylkingu einsog herdeildir og bjóða aðeins
tvo kosti: að gangast merkingunni á hönd eða farast ella.
Barthes gekkst ekki merkingunni á hönd, las einfaldlega ekki
táknin daginn sem hann varð fyrir bíl; hann var of niðursokkinn í
annað táknkerfi sem einnig heillaði hann: mælt mál. Þó hafði
hann á fræðimannsferli sínum ekki látið táknkerfi umferðar-
menningarinnar framhjá sér fara. Á sjötta áratugnum skrifaði
hann:
Eg held að á okkar dögum séu bílar næstum algert jafngildi hinna miklu
gotnesku kirkna: ég á við æðsta stig sköpunar á tilteknu tímaskeiði, af-
sprengi ástríðna óþekktra listamanna. Þeirra er notið af öllum fjöldan-
um, ef ekki í verki þá sem ímyndar; hann lítur á þá sem hreinræktaða
töfragripi. [...]
Við skulum ekki gleyma því að hlutir eru bestu sendiboðar þess yfir-
náttúrulega: í hlut má auðveldlega sjá bæði fullkomnun og upprunaleysi,
endanleika og skírleika, hamskipti lífs í efni (í efninu er fólginn miklu
meiri galdur en í lífinu) og í einu orði sagt þögn sem tilheyrir heimi
ævintýra.16
Barthes sá í nýrri gerð Citroéns, „Gyðjunni“, ákveðin straum-
hvörf í þróun bílsins: manngervingu hans. Gyðjan var heimilis-
legri, meiri hlutur en áður var en þó andlegra fyrirbæri.
Stjórnborð bílsins hafði færst frá því að líkjast stjórnborði í verk-
smiðju yfir í að minna á eldhúsáhald, heimilistæki. Það var að
verða meiri nautn að aka. Og í samræmi við það flykktust menn á
bílasölurnar til að koniast í líkamlega snertingu við bílinn - því í
snertingunni er fólgin afhelgun, öfugt við sjónina sem felur í sér
helgun. Þeir fóru um bílinn höndum, prófuðu sætin, klöppuðu á
15 Roland Barthes, „Dauði höfundarins", Spor í bókmenntafræbi 20. aldar.
16 Roland Barthes, „The New Citroén", Mythologies.