Skírnir - 01.04.1998, Síða 150
144
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
á hugtakinu hljóti að vera einn og sá sami hjá öllum. Því fer þó
fjarri. Ef „að trúa“ merkir að „fullyrða um áþreifanlega tilveru
yfirnáttúrulegra vera“ (huldufólks, drauga), hneigist tiltölulega
lítill hluti Islendinga að þjóðtrú. Oðru máli gegnir ef sögnin
merkir „að laga sig, í athöfnum og atferli, að viðhorfum tengdum
hugmyndinni um yfirnáttúrulegar verur“ (huldufólk eða drauga);
þá hallast yfirgnæfandi meirihluti Islendinga að þjóðtrú. Þrátt
fyrir að mjög fáir Islendingar segist trúa á tilvist huldufólks, gefur
hátterni þeirra oft allt annað til kynna. Dæmi um þetta er hús-
byggjandi sem hnikar húsi sínu til á byggingarlóð til að forðast að
skemma híbýli huldufólks sem hann hefur, ef að líkum lætur, vit-
neskju um frá sér eldri manneskju.3 Fjölmargir Islendingar hegða
sér með þessum hætti. Er það vegna þess að þeir trúa á huldufólk
og óttast að það bregðist ókvæða við? Nei, menningarbundið
hátterni felur ekki endilega í sér trú. En hvað ræður þá þessum
viðbrögðum? Er það efinn? Segir fólk sem svo: „Það er aldrei að
vita“ ? Þetta má eflaust til sanns vegar færa en mikilvægara er þó
að slíkt atferlismynstur samræmist menningarbundnum viðhorf-
um sem meirihluti Islendinga á sameiginleg og tengjast sambandi
þeirra við íslenska „náttúru“. A yfirborðinu virðist því um „trú“
að ræða, en í raun og veru snýst þetta um „hugarfar" fólks, eða
með öðrum orðum eitt af heimspekilegum sérkennum íslenskrar
menningar.
Við rannsóknir á þjóðtrú (í merkingunni trú á furður eða
yfirskilvitleg fyrirbæri) er, í stórum dráttum, hægt að beita tveim-
ur aðferðum. Aðra þeirra tel ég árangurslausa, en hina afar þýð-
ingarmikla. Fyrri aðferðin felst í að skoða hvers vegna karlar og
konur hafi trúað á fyrirbæri á borð við huldufólk og drauga.
Reynt er að greina hvaða ástæður búa að baki trú fólks á einstök
fyrirbrigði, og eru þá gjarnan nefnd atriði eins og skammdegið,
3 Dan Sperber notar hugtök heimspekingsins Gilberts Ryle (í The Concept of
Mind, London 1949) til að skilgreina trú sem „tilhneigingu til að setja fram
fullyrðingu, að samþykkja hana, eða fylgja henni“. Hann bætir við skilyrðing-
unni um „djúpstæða trúarlega gjörð“, það er að segja traust á heimild sem tal-
in er réttmæt. Fulltrúar þessarar heimildar eru í flestum tilvikum hinir eldri,
öldungarnir. í okkar tilviki rifjar öldruð manneskja upp þjóðsögur. Nánar um
réttmæti þessarar vitneskju „eldri kynslóðarinnar", sjá bls. 162 hér að aftan.
Dan Sperber, La Contagion des Idées, Paris 1996, bls. 119 og 133.