Skírnir - 01.04.1998, Page 152
146
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
lífi, sextán barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Við bætist svo
auðvitað tengdafólk, eiginkonur og eiginmenn, sem dragast inn í
atburðarásina. Fjölskyldumeðlimir eru sjómenn, skrifstofufólk,
verkafólk, forstjórar og sumir eiga að baki langskólanám erlendis.
Þetta er því „venjulegt" fólk sem lifir „venjulegu“ lífi. Það sker
sig á engan hátt úr en er einmitt áhugaverðir fulltrúar dæmigerðr-
ar íslenskrar fjölskyldu. Hlutverk mannfræðingsins er jú ekki síst
fólgið í því að rýna í líf venjulegs fólks og athuga hvað kunni að
leynast þar.
Þegar ég hitti þessa fjölskyldu í fyrsta sinn árið 1993 var ég að
skrifa meistaraprófsritgerð í mannfræði. Ahugi minn á draugum
hafði enn ekki vaknað og því var ekkert farið út í þá sálma í það
skipti; ég spurði fólkið einskis og það sagði mér ekkert að fyrra
bragði. Þegar ég heimsótti þorpið aftur, að þremur árum liðnum,
hafði ég hafið rannsóknir á yfirskilvitlegum fyrirbærum. Fjöl-
skyldan var hissa að sjá mig aftur en mér hafði farið fram í ís-
lenskunni og reyndist auðvelt að endurnýja kynnin. Eg sagði
þeim frá rannsóknarefni mínu og þau sögðu mér frá draugnum
sínum. Ég var mjög undrandi og spurði þau margsinnis hvort þau
væru ekkert feimin við að skýra útlendingi frá þessum draugi.
Þeim fannst það ekki tiltökumál, enda umræðuefnið fullkomlega
eðlilegt í þeirra augum. Þeim þótti merkilegra hvað ég gerði mik-
ið veður út af þessu!
Árið 1993, stuttu eftir fyrri dvöl mína í þorpinu, varð merki-
legur viðburður í fjölskyldunni. Ég nota hugtakið vibburbur í
merkingunni „þáttur sem veldur straumhvörfum“, en viðkom-
andi atburður breytti afstöðu fjölskyldumeðlima til ættardraugs-
ins: Ein systranna, Guðrún (31 árs) féll í trans og varð það til þess
að fjölskyldan tók í einni svipan virka afstöðu til draugsins. Eftir
transinn fóru menn í fyrsta sinn að íhuga aðgerðir gegn honum.
Guðrún hefur frá barnsaldri verið ofsótt af „einhverjum“.
Þessi „vera“ birtist henni fyrst „ljóslifandi“ þegar hún var sextán
ára að aldri. Fyrstu minningarnar sem tengjast fyrirbærinu eru
hins vegar frá því hún var á fjórða eða fimmta aldursári. Hún var
að leik fyrir framan hús foreldra sinna og rámar í „vondan karl“
sem stóð upp við símastaur og starði á hana án þess að mæla orð