Skírnir - 01.04.1998, Síða 153
SKÍRNIR
GEGN ÞJÓÐTRÚ
147
af vörum. Ofsóknir draugsins koma síðan fram í sýnum, skelf-
ingu og kvíða sem valda því að Guðrún missir stjórn á sjálfri sér.
Henni þykir sem utanaðkomandi afl nái yfirhöndinni. Hún er
varnarlaus gagnvart þessari annarlegu veru, verður dofin og glatar
smám saman tilfinningunni fyrir sjálfri sér eftir því sem „vondi
karlinn“ nálgast. Þetta undarlega ástand, sem Guðrún lýsir með
orðunum „óraunverulegur veruleiki" eða „annarleiki“, vísar á
tvöfalt ferli þar sem „hinn“ (draugurinn) yfirtekur rými sjálfsins
sem færist undan.
Kvöld eitt, síðla sumars árið 1993, var nálægð draugsins yfir-
þyrmandi. Guðrún fann hvernig hann fylgdi henni við hvert fót-
mál og varð skelfingu lostin. Hún hringdi í bróður sinn, Sigga (46
ára), og sagði honum að draugurinn væri mættur. Bróðirinn
skildi strax hvað var á seyði, en hikaði. Sjálfur var hann ofsóttur
af draugnum og þóttist vita að honum væri um megn að losa
systur sína við hann. Hann sagðist því ekki geta veitt henni að-
stoð og með því lauk samtalinu. Eiginmaður Guðrúnar var fjar-
verandi og var hún því ein með draugnum. Um miðja nótt þoldi
hún álagið ekki lengur og flúði til Ingibjargar (53 ára), systur
sinnar. Ingibjörg var í fasta svefni þegar Guðrún vakti hana með
grátstafinn í kverkunum. Ingibjörg lýsir atburðum næturinnar
með þessum orðum:
„Þetta var um fjögur-leytið. Guðrún var greinilega illa haldin, það var
eins og hálfgert æði hefði gripið hana. Hún sagðist verða að tala við mig
en féll fyrr en varði í yfirlið og upp úr því fór hún í trans. Þetta er það
skelfilegasta sem ég hef nokkurn tíma orðið vitni að. Fyrst talaði andi í
gegnum Guðrúnu og útskýrði allt fyrir okkur, barnið og bóndabæinn,
allt það sem þyrfti að gera ... Og svo kom draugurinn."
„Draugurinn?" spyr mannfræðingurinn.
„Já, hatrið, draugurinn, hið illa sem hafði tekið sér bólfestu í henni.
Magnús sonur minn var þarna líka, nýkominn heim. Draugurinn beindi
orðum sínum til hans og sagði: „Snertu mig og þú færð allar óskir þínar
uppfylltar!“ Augu Guðrúnar voru hræðilega útstæð og draugurinn
ögraði syni mínum. Þetta var óttalegt. Eg þurfti að hafa mig alla við til að
halda aftur af Magnúsi til að forða því að hann snerti drauginn.
Þegar draugurinn lét undan birtist Sigurður, móðurafi minn. Honum
hafði Guðrún aldrei kynnst. Hún var kornung þegar hann dó og hún
gæti ómögulega hafa munað eftir honum. Nú var hann mættur og talaði í