Skírnir - 01.04.1998, Síða 158
152
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
þessi óhöpp, má heyra á Sigga að hann er í vafa um að hve miklu
leyti hægt er að rekja þau til draugsins. Hann talar óljóst um at-
burðina, um „svakalega óheppni", og kýs að halda vissri fjarlægð.
Elsta systirin, Ingibjörg, leikur lykilhlutverk í sögunni en hún
er sannfærð um tilveru draugsins. Hún telur góða verndaranda
bægja draugnum frá sér og sleppur því við ásóknir. Hún tengist
málinu þó mjög náið því öll fjölskyldan telur Magnús son hennar
fórnarlamb draugsins. Hann er „svarti sauðurinn" í fjölskyld-
unni, iðjuleysingi sem drekkur öllum stundum. Magnús hefur
auk þess alla tíð haft skyggnigáfu. Hann er inn í sig og vinafár og
á það til að beita ofbeldi þegar hann er undir áhrifum. Hvorki
Þórður (53 ára), eiginmaður Ingibjargar, né Asgeir, eiginmaður
Guðrúnar, hafa orðið fyrir ásóknum, enda eru þeir utanaðkom-
andi. Þó láta þeir ekki sitt eftir liggja í umræðum um drauginn. I
augum Þórðar er áfengissýki Magnúsar einfaldlega afleiðing af
öðru vandamáli: draugnum. Sú tilgáta skýtur skyndilega upp
kollinum að Magnús sé fórnarlamb „vofukennds arfs“ sem hann
hafi þegið frá frænda sínum og nafna sem andaðist sjö mánaða.
Siggi og Hildur sjá bein tengsl milli draugsins og frændanna
tveggja. Þessa tilgátu neitar Ingibjörg að sjálfsögðu að taka til
greina. Ef þannig lægi í málinu væri Magnús, sonur hennar, arf-
taki hinnar miklu óhamingju sem tengist draugnum „í beinan
nafnalegg“. Ingibjörg andmælir bróður sínurn og móður í þessu
ágreiningsefni við hvert tækifæri. Látni frændinn er þannig orð-
inn þáttur í flækjunni þó að hann sé ekki þessa heims, frekar en
framliðni afinn.
Sigurður fæddist árið 1896 á Skipeyri, tók við búi og bjó þar
fram til 1936. Hann lést árið 1976. Sigurður var merkilegur mað-
ur sem kom fólki sífellt á óvart því hann var skyggn, forvitri og
fór á sálnaflakk í svefni og fann þannig týnda gripi. Fólk kunni
vel við hann enda var hann gagnheiðarlegur og misnotaði ekki
gáfur sínar í gróðaskyni. Ef hann var beðinn um að finna eitthvað
eða skyggnast aftur í fortíðina, kom hann sér fyrir í hægindastól
sínum og festi blund nær samstundis. Þegar hann vaknaði, sagði
hann frá því sem hann hafði séð og lýsti í smáatriðum þeim stöð-
um þar sem hlutina væri að finna. Sagt er að Sigurði hafi aldrei