Skírnir - 01.04.1998, Page 160
154
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
sömun fjölskyldunnar, frekar en innihald draugasögunnar sjálfr-
ar, sem gerir rannsókn hennar áhugaverða.
Atburðarásin hefur naumast hafist þegar þátttakendur, fjöl-
skyldumeðlimir, eru komnir á harðasprett og engu líkara en hún
þurfi að hlaupa þá uppi. Þrátt fyrir að Guðrún hafi komið
draugaævintýrinu af stað, hefur hún ekki taumhald á því. Vanda-
menn hennar hafa eignað sér söguna og túlkað hver á sinn hátt.
Smávægilegur (míkró) viðburður í lífi einnar persónu (atferli
Guðrúnar) veldur þannig stórfenglegum (makró) breytingum á
menningarbundnum viðhorfum innan fjölskyldunnar (afstaða
þeirra til draugsins breytist). Þannig verður draugahræðsla ein-
staklings að mikilli samskiptaflækju sem hverfist um sama þemað
og nær til minnst níu einstaklinga.8 Omeðvitað virðist hugmynd-
in um barna-drauginn henta þeim öllum. Draugurinn tjáir mjög
ólíkar raunir hjá hverjum og einum sem eru þó að forminu til
áþekkar: draugahræðsla (Guðrún, Bryndís); sárar minningar um
látið ungbarn (hjá Hildi); fjárhagsörðugleikar og óheppni (hjá
Sigga); áfengissýki og óhamingja (Ingibjörg, Magnús). Hver fjöl-
skyldumeðlimur hefur þannig visst túlkunarfrelsi og getur eignað
draugnum það sem honum sýnist. Enginn kemst þó undan þeirri
nauðsyn að kljást við þessa þrálátu arfleifð.
Draugurinn er að þessu leyti sameiginleg viðmiðun, eða jafn-
vel sameiningartákn fjölskyldunnar: þrátt fyrir að þessi „sam-
eign“ sé þeim ekki sársaukalaus, sameinar hún þau vegna þess að
hún er þeirra eign og engra annarra. Draugurinn hefur hrellt einn
ættlið fram af öðrum og mætti því með réttu kallast „arfleifð“
fjölskyldunnar. Það er vert að minnast þess að arfleifðin snertir
einungis afkomendur í móðurætt. Faðir Ingibjargar, Sigga og
Guðrúnar hefur aldrei tekið þátt í samræðum um drauginn. Hon-
um er auðvitað kunnugt um málið en tjáir sig ekki um það vegna
þess að hann telur það sér óviðkomandi. Guðrún sagði berum
orðum að þetta kæmi hans fjölskyldu hreint ekkert við! Annað
gildir um Hildi, síðasta barnið sem fæddist á Skipeyri, og Sigurð,
8 Þ. e. þeirra níu sem enn eru á lífi en það eru: Guðrún, Ingibjörg, Siggi, Magn-
ús, Hildur, Bryndís, Björk, Þórður, Ásgeir; en einnig til Sigurðar og Magnúsar
sem báðir eru látnir.