Skírnir - 01.04.1998, Side 162
156
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
ræðagemlingar síðarnefnda flokksins. Þar er auðvitað um að ræða
allar hinar „þjóðsögurnar“ (mörgum finnst þær reyndar ekki
verðskulda þá nafngift) sem lítill eða enginn gaumur hefur verið
gefinn, af þeim ástæðum að þær eru óagaðar, óskipulegar og falla
ekki í neitt mót. Þar af leiðandi þykja þær ekki henta til saman-
burðarrannsókna11 og hafa þjóðsagnafræðingar nánast virt þær að
vettugi.12
Líkt og frásagnir af sama meiði frá öðrum löndum, skiptast ís-
lenskar þjóðsögur í umrædda flokka. Islenskir fræðimenn sem
hafa rannsakað þjóðsögur eru almennt sammála um að drauga-
sögur eigi heima í seinni flokknum.13 Þær einkennast, í fyrsta lagi,
af nákvæmum lýsingum og, í öðru lagi, af opinni formgerð.14
Sérstaða þjóðsagna sem segja frá draugum er greinileg: þær
hafa engan enda - og heldur ekkert form! Margar þeirra eru mjög
stuttar og skýra frá einstökum, einangruðum atburðum. Að
þessu leyti líkjast þær dægurfréttum frá annarri tíð, enda eiga þær
rætur í hversdagslegum veruleika eða jafnvel kjaftasögum. Þetta
eru því bókmenntir „venjulegs fólks“, alþýðusögur, og eru að því
leyti ólíkar alþjóðlegu ævintýrunum sem Vladimir Propp og
formgerðarstefnumenn greindu og skýrðu. í næstum öllum til-
vikum hefur munnleg geymd aðeins varðveitt staka atburði, sem
hún reynir að láta passa saman. Þjóðsögur þessar hafa ekki rök-
11 Hægt er að beita samanburðarnálgun sem snýr að „minnum", þ.e. út frá inni-
haldi (þar sem þjóðsöguleg þemu eru tekin fyrir) en ekki formgerðum.
12 Hugtakið memorate hefur verið skilgreint sem „frásögn, frá fyrstu eða annarri
hendi, af raunverulegum atburðum, sem nánast undantekningarlaust tengjast
ákveðnum stöðum, kennileitum eða persónum". Sjá Reidar T. H. Christian-
sen, „The Migratory Legends. A proposed list of types with a systematic cata-
logue of the Norwegian variants", í ritröðinni FF Communications, nr. 175,
Helsinki 1958, bls. 5. Um ómöguleika þess að rannsaka memorates formgerð-
arlega, sjá einnig, „Types of Folktales. A classification and bibliography", í FF
Communications, nr. 184, Helsinki 1973, bls. 7 og áfram.
13 Kjartan G. Ottósson orðar þetta svo: „þessar frásagnir af „yfirnáttúrulegri”
reynslu kallast á erlendu máli „memorat", sem hér verður þýtt „reynslufrá-
sagnir“.“ Kjartan G. Ottósson, Fróðárundur í Eyrbyggju: Draugasögur,
Studia Islandica 42, Reykjavík 1983, bls. 17.
14 Mikil áhersla er lögð á lýsingar á stað, tíma og því fólki sem kemur við sögu,
skyldmennum og jafnvel heilu ættunum. Sjá rannsóknir Árna Óla á drauga-
sögum frá Hjaltastöðum, Garpsdölum, Núpi, Geitdal og Hvammi, í
Reimleikar, Reykjavík 1964.