Skírnir - 01.04.1998, Page 167
SKÍRNIR
GEGN ÞJÓÐTRÚ
161
lifði dauða litla bróður síns á viðkvæmum aldri og hlýtur það að
hafa markað spor í undirvitund hennar.
Af framansögðu leiðir að menningarlegt og mannfræðilegt
undirlag draugasögunnar er birtingarmynd sálræns áfalls. Það er
ekki tímabært að setja fram niðurstöður út frá þessum athugun-
um. Eins og ég gat um hér að framan, þá er transinn enn að hluta
til óútskýrður. En draugasaga fjölskyldunnar er skýrt dæmi þess
að trú á drauga, og sérstaklega á útburði, er ekki afleiðing órök-
rænnar hegðunar. Að baki liggja viss rök og draugatrúin byggir á
ákveðnum grunni. Segja má að draugurinn beri í sér minningu
Magnúsar. En til þess að skynja þessa minningu, til þess að skilja
tilurð draugsins, og það sem alþýðutrúin felur í sér, verður að
snúa sér aftur að reynslusögum viðkomandi, gaumgæfa ævisögur
þeirra og grafa upp þann atburð sem útskýrir tilkomu draugsins.
Oll trú byggist á ómeðvituðum ástæðum. Meðlimir fjölskyld-
unnar eru sér áreiðanlega ekki meðvitaðir um það sem kemur
fram í þessari greiningu. En það er einmitt vegna þess að trúin
hefur ómeðvitaðar þjóðfélagslegar ástæður að hún gefur jafn
skýra mynd af hugarfari og menningarþáttum og raun ber vitni.
Þessa rannsókn er auðvitað óhægt að framkvæma ef maður ein-
skorðar sig við þær sögur sem þjóðsagnasafnarar nítjándu aldar
héldu til haga. Til að skilja þjóðsögurnar er nauðsynlegt að hafa
aðgang að raunverulegum reynslusögum og ævisögum einstak-
linga. Þetta verður ljóst við lesturinn á sögu Þórbergs Þórðarson-
ar. Viðfjarðarundrin hafa vissa merkingu en sú merking er okkur
hulin vegna þess að félagsfræðileg rannsókn á viðkomandi fjöl-
skyldumeðlimum er ekki lengur framkvæmanleg.
Gegn þjóðtrú
Eg bjó á Norðurlandi í rúmt ár og stundaði þar rannsóknir á við-
horfum fólks til dulrænna fyrirbæra. A daginn safnaði ég sögum
um afturgöngur, vitranir, fylgjur, draumanöfn, en einnig frásögn-
um skyggnra og fólks sem hafði náð sambandi við látið fólk.
Kvöldin notaði ég til að lesa þjóðsögur úr söfnum Jóns Arnason-
ar, Arngríms Bjarnasonar, Ólafs Davíðssonar og fleiri. Og þegar
ég bar saman þessi tvö svið, þjóðsögurnar og viðtölin, var mér í