Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 168
162
CHRISTOPHE PONS
SKÍRNIR
fyrstu óljóst í hverju munur þeirra lá. Það virtist enginn munur,
og þó, það munaði einu atriði: ég hafði þann möguleika að greina
viðtöl mín í ljósi sjálfra viðmælenda minna. Og þetta hef ég reynt
að gera í þessari grein. Ég vona að lesendum sé ljóst að þjóðtrú, í
minni skilgreiningu, er ekki einfaldlega rakalaus hjátrú, heldur
veitir hún aðgang að íslenskum hugmyndaheimi.
Menn túlka einatt fyrirbæri í umhverfi sínu út frá viðkomandi
menningu, þ.e. í ljósi almennra, sameiginlegra birtingarmynda.
Menningarlegar birtingarmyndir sem tengjast trú - og þær sem í
almennum skilningi snerta hið „trúlega“ - þróast sennilega hæg-
ast. Ég held að ég geti fullyrt að þau menningarbundnu viðhorf
sem voru virk á þeim tíma sem þjóðsögurnar voru skráðar eru að
mestu leyti enn við lýði. Starf mannfræðings felst í því að gera
þau sýnileg. „Þjóðtrú“ hefur ekkert með trú að gera heldur það
sem Dan Sperber kallar „varanleg menningarbundin viðhorf“,17
en varanleiki þeirra byggist á trausti gagnvart fortíðinni. Þegar
vísað er til forfeðra, og sú tilvísun er sameiginleg og réttmæt, er
það iðulega til að staðfesta menningarlegar birtingarmyndir sem
kynntar eru með fullyrðingum á borð við þessar: „Aður fyrr
sögðu menn að“, „forfeður okkar skynjuðu náttúruna á annan
hátt“, „þá voru menn í nánari tengslum við náttúruna“, „forfeð-
urnir vissu sínu viti“, o.s.frv. Forfeðurnir eru þannig sameiginleg
og réttmæt tilvísun, hefðarvaldið sem staðfestir hið „ótrúlega“.
Ég hef meðal annars reynt að sýna fram á að menningarbund-
in viðhorf tengjast ættfræði, arfleifð og hugmyndinni um tíma
sem líður ekki undir lok. Fjölskylda, arfleifð, og tími eru að mínu
áliti grundvallar hugtök og ómissandi við mannfræðilegar rann-
sóknir á íslandi. Flér á landi gefst einstakt tækifæri til að rannsaka
mótsögnina sem felst í arfleifð ætta sem ná langt aftur í tiltölulega
kyrrstæða söguþróun.18 Þessar hugmyndir koma allar saman í
draugasögum. Draugurinn kann í vissum skilningi að vera þýð-
ingarmikið atriði í menningarrannsóknum á Islandi.
17 Dan Sperber, On Anthropological Knowledge, 1980 - La Contagion des idées,
Paris 1996.
18 Fjölskyldan lifði ættlið fram af ættlið við landbúnað og sjósókn án mikilla
breytinga og þróunar.