Skírnir - 01.04.1998, Page 174
168
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Trúin og efinn
Miklu áhugaverðari er skoðanamunur okkar um hvað beri frem-
ur að túlka sem trúarlegt viðhorf eða sem efahyggju. Fyrst verð
ég að fetta fingur út í notkun Matthíasar á orðinu hjátrú þótt það
megi kalla aukaatriði. Matthías vill taka upp þann nýskilning
Arna Ola að hjátrú merki hliðartrú (90). Mér er satt að segja of
annt um ýmsa svonefnda alþýðutrú til að vilja kalla hana hjátrú.
Þetta orð var í öndverðu búið til af frumkvöðlum siðskipt-
anna á 16. öld og notað í niðrunarskyni um villutrú, pápísku og
önnur viðhorf sem ekki samrýmdust rétttrúnaði en varð síðar
samheiti fyrir ýmsa dultrú meðal almennings. Að lokum var farið
að nota það um hverskonar rugl sem varð til þess að Ólafur Dav-
íðsson og Sæmundur Eyjólfsson byrjuðu í staðinn að nota hið
þekkilega orð þjóðtrú í nýrri merkingu. Sjálfum finnst mér ein-
faldast að nota orðið dultrú eða dulhyggju um allt saman. Matthí-
as er reyndar að vissu marki sammála mér um að könnun Erlends
Haraldssonar á trúarlífi fólks árið 1974 sýni að:
[...] mikill meirihluti Islendinga hafnar skynsemistrú og efnishyggju, því
samkvæmt henni voru um 70% fólks ýmist trúuð á eða óviss í sinni sök
um huldufólk, reimleika, fyrirboða og draumvitranir; margir vildu
hvorki játa né neita tilveru yfirskilvitlegra fyrirbæra. Þessa könnun túlk-
ar Árni kenningu sinni í hag þótt undarlegt sé, því efinn lýsir útbreiddri
vantrú á vísindalega heimsmynd. (90)
Valdimar segir í sínu erindi:
Hafi menn í sérhagsmunaskyni, fremur en af trú, kallað mishæðirnar hí-
býli huldufólks, eins og vel kann að hafa kornið fyrir, þá vaknar sú
spurning hvers vegna það hefur borið árangur? Var það e.t.v. vegna þess,
að aðrir voru tilbúnir að taka mark á því, þar á meðal verktakar? Ef svo
er, þarf álfatrúin þá frekar vitnanna við?
Hér er komið að grundvallarágreiningi mínum við þá félaga.
Allir virðumst við á einu máli um óvissuafstöðu alls þorra Islend-
inga gagnvart yfirnáttúrlegum fyrirbærum, en okkur greinir á
um, hvort réttara sé að að kalla þessa óvissu trú eða grun eða efa.