Skírnir - 01.04.1998, Page 179
SKÍRNISMÁL
Meint heitrof
Guðrúnar Hjaltalín
i
þegar deilt er um dægurmál í blöðum eða tímaritum eru oft sett-
ar fram fullyrðingar, sem ekki eru nægilega vel rökstuddar eða
orð notuð, sem betur væru óskrifuð. En þá eru venjulega menn til
andsvara og geta ieiðrétt, ef með þarf. Ef ritað er um dána rnenn
horfir málið öðruvísi við enda er þá yfirleitt reynt að gæta hófs í
málflutningi og minning manna ekki svert að óþörfu. Ef talin er
þörf á að skrifa um galla manna eða mistök, er reynt að skýra þau
eða sagt frá þeim á hlutlausan hátt.
Hannes Pétursson skáld ritaði bók um skáldið Steingrím
Thorsteinsson, líf hans og list, árið 1964. Eg las þá bók nokkru
eftir að hún kom út. Fullyrðing hans um ástarsorg þjóðskáldsins
og raunir vegna tryggðarofa ungrar reykvískrar stúlku, Margrétar
Guðrúnar Thorstensen, urðu til þess, að eg fór að kynna mér
sögu og líf þessarar konu. En þar var ekki um auðugan garð að
gresja þar til fyrsta bindi Sögu Menntaskólans á Akureyri 1880 -
1980 kom út árið 1981. Þar var að finna ýmsar upplýsingar um
þessa fyrstu skólameistarafrú Möðruvallaskólans, forvera
Menntaskólans á Akureyri, auk tilvitnana í heimildir, sem hægt
var að kynna sér. Síðan hefur komið út fyrsta bindi Minninga
Huldu A. Stefánsdóttur, þar sem einnig er getið um skólameist-
arafrúna.
Áður en lengra er haldið, er rétt að gera sér grein fyrir hver
hún var þessi Reykjavíkurstúlka, sem „þótti þá bera af öllum
stúlkum hjer“, eins og Benedikt Gröndal, aldavinur fjölskyldu
hennar orðar það í Dægradvöl.* Hún hét Margrét Guðrún
Thorstensen (Hjaltalín eftir að hún gifti sig), en notaði nær ein-
göngu seinna nafnið. Hún var dóttir landlæknisins, dr. Jóns
1 Benedikt Gröndal. Dægradvöl (Æfisaga mín). Rvík 1923, s. 206.
Skírnir, 172. ár (vor 1998)