Skírnir - 01.04.1998, Page 180
174
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
Thorstensen. Hann var húnvetnskur bóndasonur, sem hlotið
hafði mikinn námsframa í Kaupmannahöfn. Hann var skipaður
landlæknir árið 1819 aðeins 25 ára gamall. Með öðrum embættis-
störfum hélt Jón uppi læknakennslu árin 1823-1835. Hann bjó í
fyrstu í Nesi við Seltjörn (Nesstofu), en fluttist haustið 1834 til
Reykjavíkur. Móðir Guðrúnar, kona dr. Jóns landlæknis, var
Elín Stefánsdóttir, amtmanns, Stephensen á Hvítárvöllum. I
Reykjavík bjuggu landlæknishjónin í svokölluðu Doktorshúsi,2
sem Benedikt Gröndal lýsir svo í Dxgradvöl sinni:
Annað hús í Reykjavík, sem ekki var ómerkilegra [en hús Stefáns Gunn-
laugssonar] var læknishúsið eða „Doktorshúsið“ [...]. Þar var Jón Thor-
steinsen landlæknir og Elín kona hans, bæði mjög merkileg; voru þeir
Jón og faðir minn mestu mátar. Jón Thorsteinsen var meðalmaður á hæð
og þrekinn, ekki feitur, sköllóttur snemma, með mikið kinnskegg; hann
var margfróðastur manna um allt sem fram fór í heiminum og lagði sig
rnest eptir ensku [...]. Hann var sá ótrauðasti og ötulasti læknir sem
hugsast getur, og vitjaði sjúklinganna hvað sem það kostaði, enda var
hann sterkur og ákaflega heilsuhraustur, hófsmaður mikill, en enginn
afnautnarmaður [...]. Elín Thorsteinsen var skörungur mikill, stór og
faunguleg og höfðingleg, sem hún átti ætt til og undir eins fannst ein-
hverr höíðingsbragur þegar inn var komið í Doktorshúsið.3
Börn læknishjónanna voru fimm, þrír synir og tvær stúlkur,
Ragnheiður og Margrét Guðrún. Elsti sonurinn Jónas var
sýslumaður í Suður-Múlasýslu og sat á Eskifirði. Kona hans var
Þórdís Pálsdóttir amtmanns Melsteð. Þá komu þeir Stefán
Þorvarður og Hans Theodór, sem stunduðu háskólanám í Kaup-
mannahöfn en hættu báðir námi. Ragnheiður var kona Kristjáns
Kristjánssonar er varð sýslumaður Húnvetninga 1860 og bjó á
Geitaskarði. Árið 1871 varð hann amtmaður norðan og austan og
bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal (s. 72).
Guðrún hefir verið falleg, vel gefin, skemmtileg og félagslynd
ung stúlka á uppvaxtarárum sínum í Reykjavík. Benedikt Grön-
dal segir í Dægradvöl, að unga fólkið hafi hist í litlu herbergi í
2 Sjá m.a. Pál Eggert Ólason. íslenzkar œviskrár III, s. 324-25.
3 Benedikt Gröndal. Dœgradvöl, s. 71-72. Hér eftir er vitnað til bókarinnar með
blaðsíðutali í svigum.