Skírnir - 01.04.1998, Page 182
176
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
heitrof Guðrúnar kveikjan að þessum hugleiðingum mínum. En
áður en lengra er haldið vil eg geta þess að árið 1958 kom út
heildarútgáfa frumsaminna ljóða Steingríms Thorsteinssonar.
Formála þeirrar útgáfu ritar Jónas Jónsson. Hann minnist á æsku-
ástir skáldsins og segir frá því að Steingrímur hafi kynnst glæsi-
legri Reykjavíkurstúlku, en hún brugðið tryggðum við hann, en
getur þess ekki hvaðan hann hefir það, að þau hafi verið trúlofuð.
Jónas vitnar hinsvegar í ljóðin „Fyrr og nú“ og „Kveðja“ og legg-
ur út af þeim og þeirri örvæntingu og haturshug og mér liggur
við að segja bölbænum, sem í þeim birtist. Hann lýkur hugleið-
ingum sínum um æskuástir skáldsins með þessum orðum: „Spá-
sögn skáldsins rættist. Glæsikona æskudaga hans varð lánlaus,
andaðist í hárri elli, yfirgefin og ógrátin af öllum.“5 Minna mátti
það ekki heita. Jónas nafngreinir ekki Guðrúnu Hjaltalín, en það
fer ekki milli mála við hverja er átt. Hann byggir á áðurnefndum
ljóðum Steingríms og dæmir út frá þeim, en getur engra annarra
heimilda.
Umfjöllun Hannesar er á allt öðrum grunni. Hann hæðir
hvorki Guðrúnu né smánar, en ásakar hana um að hafa rofið
heitorð sitt við Steingrím. Hann trúir þeirri „sögu“, sem hvergi
hefir verið skrifuð né sögð svo ótvírætt sé, að þau Steingrímur
hafi verið heitbundin, þegar hann sigldi til Kaupmannahafnar.
Hannes fullyrðir að þau hafi verið leynilega trúlofuð, en segir að
fátt sé til frásagnar um endurfundi þeirra, er Guðrún kemur út til
Kaupmannahafnar, nema nokkur kvæði Steingríms, sem flest
snúist um hverflyndi hennar og heitrof og bendi til þess, að borg-
arlífið hafi spillt hinni saklausu Reykjavíkurstúlku og hún gleymt
heitorði sínu. Steingrímur sé einn til frásagnar um þetta. Óvíst sé
einnig hvenær hafi slitnað upp úr ástum þeirra Steingríms.6
Mágur Guðrúnar, Kristján Kristjánsson, land- og bæjarfógeti,
var „mikill frelsismaður“ og heim til hans kom Steingrímur og
Hannes telur það ekki fráleitt, að stjórnmálin hafi stundum verið
5 Jónas Jónsson. „Formáli“ að Steingrímur Thorsteinsson. Ljóðmœli. Heildar-
útgáfa frumsaminna Ijóða. Rvík 1958, s. 15.
6 Hannes Pétursson. Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list. Rvík 1964,
s. 99-102. Hér eftir er vitnað til bókarinnar með blaðsíðutali í svigum.