Skírnir - 01.04.1998, Page 183
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
177
unga manninum einskonar tylliástæða. Ef til vill hafi unga
forkunnarfríða mágkonan ekki síður dregið að enda telur hann að
sum af æskuljóðum Steingríms hafi verið kveðin til Guðrúnar eða
með hana í huga (s. 60). Heimildirnar eru því aðeins ályktanir
byggðar á ljóðum skáldsins kveðnum eftir að honum verður ljóst
að þau Guðrún munu ekki eiga samleið. Eg vil því setja fram nýja
kenningu um „samdrátt" Guðrúnar og Steingríms Thorsteins-
sonar, sem mér finnst alveg eins geta staðist eins og hver önnur
saga sögð eftir hæpnum eða ímynduðum heimildum.
Guðrún var „forkunnarfríð“ segir Hannes Pétursson og bar af
öllum Reykjavíkurstúlkum segir Benedikt Gröndal. Hvað var
eðlilegra en ungur blóðheitur maður yrði hrifinn af henni og
þráði að fá hana fyrir konu? En þá voru aðrir tímar og umgengn-
isreglur allt aðrar. Ungur maður gat ekki bara boðið stúlkunni
sinni út og þau kynnst þannig. Ef hann ætlaði sér að fá hennar
varð hann að geta sýnt fram á, að hann gæti séð fyrir konu og
börnum. Steingrími gekk vel í skóla og auðvitað var talið sjálf-
gefið, að hann færi til Kaupmannahafnar í háskóla og menntaði
sig ekki aðeins í bóklegum fræðum, ef svo mætti orða það, heldur
kynnti sér einnig menningu framandi þjóða. Ef til vill hafa þau
orð fallið einhvern tíma hjá Guðrúnu, þegar rætt var um skóla-
lífið á heimili Kristjáns fógeta, að gaman gæti verið að sigla til
Kaupmannahafnar og sjá lífið þar. Hún var greind og vel að sér
eftir því sem þá gerðist. En þau voru börn síns tíma. Ef
Steingrímur hefði raunverulega haft áhuga gat hann beðið hennar
og hún setið í festum eins og t.d. Ingibjörg kona Jóns forseta
gerði mörg ár. En það gekk ekki svo langt, ekki einu sinni svo
langt að það kvisaðist, að hann væri „skotinn“ í henni eins og
Benedikt hefði ef til vill orðað það.
Steingrímur innritaðist í lögfræðinám í háskólanum, en
stundaði ekki námið og gekk ekki vel, aðstandendum sínum til
angurs og armæðu eftir því sem skilja má af frásögn Hannesar.
Ekki var óreglu um að kenna. Lögfræðinámið virðist ekki hafa
höfðað til hans. Þannig var ástandið, þegar Guðrún kemur í
heimsókn til systur sinnar og mágs í Kaupmannahöfn síðsumars
1852. Ef til vill hefir hugarangur Steingríms, sem fram kemur í