Skírnir - 01.04.1998, Page 184
178
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
ljóðum hans, einnig stafað af því, að hann hafi talið sig standa
höllum fæti gagnvart Guðrúnu, ef hann ætlaði sér hana, þar sem
námsárangur hans var ekki sem skyldi.
Ungar stúlkur á þeim árum urðu að taka tillit til þess, að
væntanlegur eiginmaður þeirra gæti framfært þær á sómasamleg-
an hátt. Þær gátu ekki leyft sér að fylgja kalli hjartans. Þær urðu
að vega og meta allar aðstæður. Og gerum ráð fyrir, að Guðrúnu
hafi ekki litist illa á Steingrím, enda var hann vissulega efnilegur
ungur maður í Reykjavík. Eftir fyrsta árið í háskólanum ytra
hafði hann hins vegar ekki sýnt þann námsárangur sem efni stóðu
til og því hafi hún hikað, hafi hún í raun haft áhuga á honum, sem
tæpast hefir verið of mikill, úr því ekkert vitnaðist. Hún hafi því
hætt að gæla við þá hugmynd, að þau Steingrímur næðu saman;
gefið hann einfaldlega upp á bátinn eins og hún lét heitmann sinn,
Jón Thorarensen, róa því hann var einskis nýtur að sögn Bene-
dikts Gröndals. Það var því ekki Guðrún, sem hvarf „inn í
„glaumsins trylltu sveit““ og gleymdi heitorðum sínum (sbr. s.
99), heldur dugleysi Steingríms við námið. Nú myndi það senni-
lega orðað þannig, að hann hefði ekki fundið sjálfan sig. Um gáf-
ur hans og aðra hæfileika þarf ekki að fjölyrða, en meðan þeir
blunda taka menn ekki eftir þeim og því fór sem fór, hafi þá eitt-
hvað verið á milli þeirra annað en kunningsskapur eða vinátta.
Eg ítreka það, að eg hefi ekkert til að byggja á þessar skýring-
ar mínar annað en hlutlaust mat á heimildum, sem mér hafa fund-
ist rangtúlkaðar. I þessu sambandi vil eg minna á áðurnefnda
grein Sveins Einarssonar í Skírni, þar sem hann ræðir um óbirt
leikrit, sem hann telur að Steingrímur hafi samið meðan hann bjó
í Kaupmannahöfn. Þar kemur fram önnur lífssýn, en birtist í
bölbænakvæðum hans, sem menn vilja halda fram að hann hafi
kveðið til og um Guðrúnu. Steingrímur gaf þjóðinni gullfalleg
ljóð. Vera má að Guðrún hafi verið kveikjan að sumum þeirra og
ef til vill var minningin um hana sá hvati, er gerði hann að því,
sem hann varð. Um þetta geta menn skrifað og deilt um ókomin
ár, en Steingrími er enginn greiði gerður með því að troða minn-
ingu um þennan „engil“ hans mður í svaðið.