Skírnir - 01.04.1998, Side 185
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
179
III
Arið 1981 kom út Saga Menntaskólans á Akureyri, en 1980 voru
liðin hundrað ár frá stofnun skólans á Möðruvöllum í Hörgárdal,
forvera menntaskólans. Ritstjórn var skipuð fjórum mönnum,
fyrrverandi og þáverandi skólameisturum, konrektor og yfir-
kennara, sem þá störfuðu við skólann. I fyrsta bindi af þremur er
fjallað all ítarlega um stofnun skólans og skólameistarann, Jón A.
Hjaltalín, urn ætt hans, uppruna og menntun, svo og konu hans,
Guðrúnu Thorstensen Hjaltalín, en Jón var „skipaður af konungi
forstöðumaður Möðruvallaskólans" sumarið 18807
Jón A. Hjaltalín hafði verið samtíða Matthíasi Jochumssyni í
Reykjavíkurskólanum. I jólaleyfinu 1861 samdi Matthías leikritið
Utilegumennina, síðar þekkt undir nafninu Skugga-Sveinn. Jón
„skapaði" hlutverk Skugga-Sveins og lék það tröllslega. „Astu í
Dal í þessari sýningu lék ung og glæsileg Reykjavíkurkona,
Guðrún Thorstensen, dóttir dr. Jóns Thorstensens landlæknis“
(s. 30). Með þessum síðustu tilvitnuðu orðum hefst kafli í Sögu
Menntaskólans á Akureyri, sem ber yfirskriftina „Guðrún
Thorstensen Hjaltalín“. Það verður ekki annað sagt en að fjallað
sé um Guðrúnu og ævi hennar með nokkuð sérstökum hætti í
þessu verki, þegar minnst er þessara merku tímamóta Möðru-
vallaskólans og arftaka hans, Menntaskólans á Akureyri. Þau
hjón voru fyrstu húsbændur skólans á Möðruvöllum og lögðu
grunninn að framtíðarskipulagi hans. Ekki er minnst á erfiðleika
Guðrúnar og þau vandamál, sem hljóta að hafa fylgt því að stofna
nýjan skóla við bágbornar aðstæður heldur lögð áhersla á skap-
bresti hennar og það sem miður fer í framkomu hennar. Seilst er
nokkuð langt til að ófrægja skólameistarafrúna, þegar vitnað er í
ummæli Þorvaldar Thoroddsen, en hann var kennari í Möðru-
vallaskóla 1880-1884: „Kona Jóns Hjaltalíns, Guðrún, var al-
kunnur gallagripur, stundum alls ekki heilbrigð á skapsmunum,
en hún var vel gefin og greind að upplagi, þó margt atferli hennar
7 Saga Menntaskólans d Akureyri 1880-1980. 1. bindi. Ak. 1981, s. 36. Hér eftir
er vitnað til bókarinnar með blaðsíðutali í svigum.