Skírnir - 01.04.1998, Síða 186
180
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
væri æði hjegómlegt; Jón var mjög góður við hana og eftirlátur,
og sætti sig við margar kenjar hennar eða slepti þeim fram af sjer“
(s. 38).8 Mat sitt á Guðrúnu byggja höfundar einnig mjög mikið á
þeirri óstaðfestu sögu, að hún og Steingrímur Thorsteinsson hafi
verið trúlofuð, en hún sagt skilið við hann og farið illa með þenn-
an andans jöfur.
Afram er rakinn ferill Guðrúnar, og heitir næsti kafli „Hjóna-
band“. Þar er sagt frá giftingu Guðrúnar og Jóns A. Hjaltalín:
Rúmu ári eftir frumsýningu á Utilegumönnunum voru þau gift Guðrún
Thorstensen og Jón A. Hjaltalín. Þau giftu sig 23. maí 1863, daginn áður
en Guðrún varð þrítug. Jón var þá 23 ára gamall, tæpum sjö árum yngri
en kona hans. Guðrún Hjaltalín var því ekki óreynd kona, er hún gekk
að eiga hinn unga guðfræðinema. Hún var heldur ekki lítillát kona, enda
naumast við því að búast, dóttir fyrrum landlæknis, komin af Stephen-
senum í móðurætt og í mægðum við biskupinn og Magnús Stephensen.
(s. 32)
Svo mörg eru þau orð. I þessari lýsingu fer ekki framhjá neinum
hversu mjög höfundum er í nöp við ættstóra embættis- og
menntamenn.
„Lundúnaár“ heitir næsti kafli. Hjónin voru komin til Bret-
lands og settust að í Lundúnum. Það er árið 1866. Þar hitta þau
fyrir vinafólk að þau telja. Vitnað er í bréf til Jóns Sigurðssonar
forseta, frá Eiríki Magnússyni í Cambridge eins og hann var
kallaður. Eiríkur segir að það sé eins og þau Guðrún og Jón viti
ekki sitt rjúkandi ráð í Glaumbæ þessum og ferð þeirra sé farin
meira af kappi en fyrirhyggju. Daginn áður höfðu þau hjón verið
í heimboði hjá þeim Eiríki og konu hans, Sigríði, kennda við
Brekkubæ í Reykjavík; þær Guðrún voru æskuvinkonur, en
virðist nú sem andi köldu (s. 33). Þeir, sem lesið hafa æviágrip
Jóns A. Hjaltalín, vita að hann var mjög vel menntaður maður.
Og þegar þau hjón ákveða að fara til Bretlands eftir guðfræðipróf
Jóns, þá er það hann, sem þráir meiri menntun og víðsýni. Birtir
eru tveir kaflar úr bréfum Guðrúnar, sem hún skrifar Jóni
Sigurðssyni forseta og biður hann að hjálpa manni sínum, „að
8 Tilvitnun úr Þorvaldi Thoroddsen. Minningabók II. Khöfn 1923, s. 15.