Skírnir - 01.04.1998, Síða 187
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
181
han gjæti feingið eitthvað að gjöra með sér til hjálpar" (s. 32).
Guðrún er því sterkari aðilinn í þessu máli. Jón Sigurðsson þekk-
ir hún persónulega. Hann var fyrrum samþingsmaður föður
hennar og hefir að öllum líkindum verið tíður gestur í Doktors-
húsi um þingtímann. Hann var líka nákunnugur Kristjáni Krist-
jánssyni, mági hennar. Þessa framtaks hennar er ekki getið henni
til heiðurs heldur fremur til þess að hnjóða í hana. Höfundar geta
þess, að Jón A. Hjaltalín hafi haft útþrá og hugur hans stefnt til
frekari náms erlendis. Síðan segir: „Guðrún Thorstensen var vön
samkvæmislífi Reykjavíkur og glaumi Kaupmannahafnar. Hún
hefur því ekki haft hug á að setjast að í sveit, síst af öllu í af-
skekktu brauði í fásinninu, fátæktinni og umkomuleysinu á síðari
hluta 19. aldar“ (s. 32). Þá er vitnað í bréf þeirra Eiríks Magnús-
sonar og Steingríms Thorsteinssonar, þar sem sagt er, að grunnt
hafi verið á því góða með þeim félögum og Jóni A. Hjaltalín:
„Hugsast getur, að kalinn hafi stafað af heitrofi Guðrúnar
Thorstensen við Steingrím 1853, því lengi lifir í gömlum
glæðurn" (s. 33). Hér er sem sagt aftur fullyrt, að Guðrún hafi
svikið Steingrím þótt engar sannanir séu til um það. I vinahópi
þeirra Guðrúnar og Jóns í Lundúnum kom upp mikil togstreita
og illindi, sem entist ævilangt og víða sáust merki. Flugu þá hnút-
ur um borð, sem beint var að þeim hjónum. Reynt var að grafa
undan þeim og skemma með ómerkilegum athugasemdum í bréf-
um er voru m.a. send til Jóns Sigurðssonar forseta og Steingríms
Thorsteinssonar.
Næsti kafli í Sögu Menntaskólans á Akureyri heitir „Sigrúnar-
kviða“ og er um hinn einstæða atburð, „sem varð í Windsorhöll
9. apríl 1868, þegar Jón A. Hjaltalín, hálfvegalaus maður utan af
íslandi, flytur Viktoríu Englandsdrottningu langt kvæði á ís-
lensku, sem hann kallaði Sigrúnar- eða Viktoríukviðu“ (s. 33).
Vitnað er í kafla úr bréfi frá Eiríki Magnússyni, en ,,[u]ndir vor
1867 segir hann frá því, að frú Hjaltalín eigi að ganga börnum
fjörugs ekkils í móðurstað, en Hjaltalín reyni að fá sér uppbætur
fyrir, þann tíma sem húsfreyja hans, hin unga, kvika og
forkunnarfríða, gegni móðurskyldum sínum við börn ekkilsins“
(s. 33). Hvað er verið að gefa í skyn hér? Klausan er ósmekkleg