Skírnir - 01.04.1998, Page 188
182
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
og alveg óþörf í minningabók um skólameistarahjónin. Þetta er
bara eins og hver önnur kjaftasaga. Vitnað er mjög oft í bréf Ei-
ríks Magnússonar um þau hjón, en ef að er gáð, þá virðist hann
einmitt vera maðurinn, sem hvað mestan kala ber til þeirra, en
höfundar vilja engu að síður byggja á þessum rýru heimildum.
I næsta kafla, sem heitir „Edínaborg", er lýst dvöl hjónanna
þar í borg frá 1871-1879. Þá var Jón orðinn undirbókavörður og
öfundarmenn sennilega verið nokkuð margir. Gestkvæmt var hjá
þeim í Edínaborg og meðal gesta var fornvinur þeirra Indriði
Einarsson, leikritaskáld. Um Guðrúnu segir hann í endurminn-
ingum sínum, Séð og lifað, að hún hafi verið glæsileg kona, gáfuð
og fyndin, hafi leikið á slaghörpu og sungið. Hún hafi haldið
uppi viðkynningu við konur þeirra manna, sem Hjaltalín þekkti
(s. 35).
Þarnæsti kafli heitir „Frúin á Möðruvöllum“. Og þar virðist
vera úr ýmsu að moða hvað varðar skólameistarafrúna. Ekki er
nein leynd yfir því hverskonar manneskja hún er, því skólapiltar
og starfsfólk er undir sama þaki og skólameistarahjónin og þess
vegna vita allir allt um alla. En hvort allt það sem sagt var um
húsbændur á þessu stóra og sérstaka heimili varð til að fegra þá í
augum annarra skal ósagt látið. Víst er að frú Guðrún mun hafa
verið mjög taugaveikluð fyrsta veturinn á Möðruvöllum. Þau
hjón höfðu dvalist samfellt í fjórtán ár erlendis eða frá 1866 þar til
þau koma síðsumars til Akureyrar árið 1880. Þá ganga yfir landið
mikil harðindi og skortur er á ýmsum vörum, s.s. kolum til upp-
hitunar. Svo mikil umskipti hljóta það að hafa verið fyrir þau að
flytjast til Möðruvalla á þessum erfiðleikatímum og takast á við
það vandasama starf að stjórna stóru heimili og skóla. Guðrún
var orðin 47 ára er hún kom til Möðruvalla. Hún er þá á þeim
slæma aldri, sem kallast breytingaskeið kvenna. Margar konur
eru á þessu æviskeiði mjög slæmar á taugum og uppstökkar í
lund.
I þessum kafla vitna höfundarnir ennfremur í bókina Minn-
ingarfrá Möðruvöllum sem út kom 1943. Gamlir nemendur segja
þar frá því markverðasta frá Möðruvöllum, sem þeir muna best.
„Elstu minningar eru nú 63 ára gamlar og margt hefir skipast á