Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 189
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
183
þeim tíma, svo margt að ótrúlegt má þykja“ (s. 37).9 Vitnað er til
ummæla Olafs Thorlaciusar frá skólaárunum 1880-1883, þar sem
talað er um skapbresti Guðrúnar og nefnir Ólafur að frú Hjalta-
lín hafi löngum verið veik á sinni. Einnig er vitnað til Þorleifs
Jónssonar árið 1881-1882, en hann segir frá því, að í samkvæmi,
sem frú Guðrún hélt nokkrum skólapiltum (hjónin buðu þeim
inn til sín í smáhópum), hafi stjúpa Hjaltalíns sett óvart niður og
brotið verðmætan glerhjálm: „Og út af þessu fékk frú Guðrún
eitt af sínum slæmu köstum, til leiðinda fyrir alla“ (s. 38).10 En
höfundunum er ekki nóg að tilgreina óhróður um frú Guðrúnu.
Þeir bæta við frá eigin brjósti:
Það vekur furðu hversu sköpum Guðrúnar Hjaltalín virðist skipt eftir að
hún kemur að Möðruvöllum. Þessi glæsilega kona, sem bar af öðrum
meyjum í Reykjavík og allir vildu eiga, virðist orðin geðbiluð og hið
versta flagð. [...] Hún hafði dvalist erlendis með þjóðum um langt árabil
og umgengist fyrirfólk og höfðingja og margt af því sem hún tók sér fyr-
ir hendur var lagt út á verri veg. Hún var að vísu enginn engill sjálf, eins
og Steingrímur hafði um hana ort, en hún var þá heldur ekki með nein-
um englum heldur. (s. 38)
Hér er enn og aftur tæpt á trúlofun hennar og Steingríms, þótt
ósvarað sé, hvort hann hafi ort umrædd ljóð til Guðrúnar sem
raunverulegrar unnustu sinnar eða bara ímyndaðrar. Höfundar
sögunnar vitna enn í Dægradvöl Benedikts Gröndals um heimil-
islífið á Möðruvöllum, sem var „mjög ógeðslegt, sífellt kjaftæði
og milliburður og flokkadráttur" (s. 38),11 en þeim kemur samt
ekki í hug, að umsagnir um frú Guðrúnu geti hafa borið keim af
þessu andrúmslofti.
Höfundar þurfa einnig að segja frá því hvernig farið hafi fyrir
þessari gömlu sjúku konu. Þeir vitna til ummæla Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara, í bókinni Norðlenzki skólinn, þar
sem hann rifjar upp það atvik, er hann mætti Jóni Hjaltalín á götu
í Reykjavík akandi konu sinni í ökustól: „þá er hún gat ekki
9 Tilvitnun úr Minningar frd Möbruvöllum. Brynjólfur Sveinsson sá um
útgáfuna. Ak. 1943, s. 6.
10 Tilvitnun úr sömu heimild, s. 87.
11 Tilvitnun úr Benedikt Gröndal. Dægradvöl, s. 277.