Skírnir - 01.04.1998, Page 190
184
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
framar, að kalla, nokkra björg sér veitt“, en höfundarnir segja
samt: „eiginmaður hennar brást henni aldrei og fyrir það hlaut
hann óþökk margra og lítinn skilning" (s. 38).12 I lok kaflans um
„Frúna á Möðruvöllum" bregða höfundar sér síðan í hlutverk
Gróu heitinnar á Leiti og orða það svo, að sagnir séu um að frú
Guðrún hafi tekið miklu ástfóstri við unga menn á Möðruvöllum
og að sú vitneskja hafi komið við skáldagyðju Guðmundar á
Sandi, er til varð smásagan „Vorfölvi og haustgrænka“. „Er sagt
að þar sé að finna lykilsögu um skólameistarafrúna á Möðru-
völlum“ (s. 38). Ennfremur er vitnað í Guðmund, þar sem hann
segir, að ef þeir vildu „fá eftirlæti Hjaltalíns, fórum vér til frúar
hans, og dugði oss þá hennar meðalganga“ (s. 38).13
I öllum þessum skrifum um slæma konu, sem svíkur unnusta
sinn og „virðist orðin geðbiluð og hið versta flagð“ (s. 38), þá er
það ein manneskja, sem ekki eitt einasta orð er haft eftir, nefni-
lega Guðrún sjálf, utan eitt eða tvö bréf, sem vitnað er í, er hún
skrifar Jóni Sigurðssyni til hjálpar manni sínum. Höfundar telja
sögu Guðrúnar Hjaltalín lærdómsríka um margt, en hún segi
ekki síður sögu fólks og tíðaranda, en sögu ófullnægðrar konu á
öldinni sem leið. Þeir ljúka kaflanum á þennan hátt: „Guðrún
Hjaltalín, fædd Thorstensen, andaðist á Akureyri 12. júní 1903,
þremur vikum eftir sjötugsafmæli sitt. Má segja, að þá hafi fyrir
löngu verið af henni gleðinnar þokki“ (s. 38). Þetta er ritað í
minningabók Möðruvallaskólans er síðar varð Menntaskólinn á
Akureyri um fyrstu skólameistarafrúna á Möðruvöllum eftir
tveggja áratuga brautryðjandastarf hennar við óblíðar aðstæður
og hörð kjör. Það er ekki falleg mynd, sem höfundar draga upp af
gamalli sjúkri konu. Nú vita allir að geðveiki er sjúkdómur og
fram að þessu hefir það ekki þótt stórmannlegt að núa mönnum
því um nasir, að þeir væru haldnir einhverjum sjúkdómi. Sú
mynd er þeir gefa af frú Guðrúnu Hjaltalín er næstum því hlægi-
leg eða ef til vill ætti að segja sárgrætileg. Það hefir aldrei fallið að
norrænni hefð að sparka í liggjandi mann eða þann, sem ekki
12 Tilvitnun úr Sigurður Guðmundsson. Norðlenzki skólinn. Rvík 1959, s. 481.
13 Tilvitnun úr Minningar frd Möðruvöllum, s. 168.