Skírnir - 01.04.1998, Page 194
188
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
V
Frú Guðrún Hjaltalín var forkunnarfríð, greind og ákveðin ung
stúlka, boðberi nýrra og frjálslegri tíma. Hún giftist ungum efni-
legum guðfræðingi og fór með honum út í heim til þess að fá frek-
ari menntun og deildi þar með honum misjöfnum kjörum. Hann
kaus að láta þjóð sína njóta góðs af menntun sinni og kom heim
til þ ess að taka við stjórn Möðruvallaskóla. Auðvitað fylgdi kona
hans honum. Þetta var á erfiðasta æviskeiði hennar sem konu og í
hönd fóru tvísýn brautryðjendaár við stjórnun skólans og eitt
mesta harðindaskeið sem yfir landið gekk á öldinni sem leið.
Aðstæður allar voru frumstæðar og afar ólíkar því sem hún hafði
vanist og séð bæði á æskustöðvum sínum, að ekki sé talað um
dvölina í Bretlandi. Allt þetta hefir gert henni erfitt fyrir og hún
orðið taugaveikluð. Maður hennar var hinn sterki brautryðjandi,
sem fór nýjar leiðir í skólamálum, en sem reynst hafa það vel, að
eftirmenn hans, sem allir hafa verið afburða skólastjórnendur,
hafa fylgt fordæmi hans eftir því sem hægt er, með þeim árangri,
að þessi alda gamli skóli er ein besta menntastofnun landsins.
En margt og mjög misjafnt hendir mannfólkið á langri lífsleið
og í æviágripi er reynt að draga fram það jákvæða eða a.m.k. að
hafa frásögnina hlutlausa. Hins vegar er fremur óvanalegt að
minnast aðeins á það, sem miður hefir þótt í fari viðkomandi.
Sérstaklega á það við í því tilfelli, þegar verið er að minnast skóla-
meistarafrúarinnar á Möðruvöllum á aldarafmæli skólans, tæpum
hundrað árum eftir lát hennar. Eykur það hróður Menntaskólans
á Akureyri að færa í letur langa kafla um skapbresti Guðrúnar,
sem þó koma skólastarfi ekkert eða takmarkað við og láta fylgja
meinlegar lýsingar á ýmsu í fari hennar, sem þessir höfundar
tíunda henni til lasts? Hvað koma þær sögu skólans við? Það
læðist að mér sá grunur að þessir menn eigi erfitt með að setja sig
í spor kvenna og hafi jafnvel takmarkaðan áhuga á að skilja til-
vistarkjör þeirra.
Auðvitað næðir um þá sem upp úr standa, bæði einstaklinginn
og fjölskylduna, ekki síst í þessu tilviki eiginkonuna. Eg hefði
gjarnan viljað getað skrifað sögu frú Guðrúnar Hjaltalín, en það