Skírnir - 01.04.1998, Page 197
SKÍRNIR
ER ÍSLENSK ÞJÓÐERNISKENND FRÁ OZ ?
191
farið hyggst ég huga sérstaklega að hugmyndum íslendinga um
tengsl þjóðernis síns við íslenska tungu, enda er því gjarnan hald-
ið fram hér á landi að íslenska þjóðin sé úr sögunni ef tunga
hennar líður undir lok. Mér sýnist hins vegar að sú kenning sé til-
komin vegna gleraugnanna sem við höfum borið svo lengi.
Er þjóðin pólitísk hugmyndafræði eða óhagganleg staðreyndf
Orðræða þjóðernishyggjunnar hefur jafnan gert ráð fyrir því að
til sé eitthvert séríslenskt eðli sem ekki verði umflúið hafi maður
á annað borð hlotið það í vöggugjöf. Kenningin um að þjóðir séu
ímynduð samfélög skorar þessa orðræðu á hólm og er því fremur
byltingarkennd, enda hefur hún litað alla fræðilega umræðu um
efnið á erlendum sem innlendum vettvangi síðustu misserin.3
Viðhorf almennings hafa ekki farið varhluta af þessari fræðilegu
umræðu líkt og Arnar Guðmundsson hefur bent á hér í Skírni.
Að hans mati er ‘mýtan um Island’ í pólitískri deiglu samtímans;
breyttar aðstæður í heiminum, alþjóðavæðing viðskipta, aðild að
alþjóðlegum samtökum og sáttmálum og þeir efnahagslegu og
pólitísku hagsmunir sem þessu tengjast kalla á endurskoðun mýt-
unnar um Island.4
Sannarlega hafa Islendingar verið ákaflega ‘einsleit’ þjóð,
þannig að sjaldan hefur orðið vart togstreitu í stjórnmálabarátt-
unni um það viðhorf að Islendingar séu þjóð. Á hinn bóginn,
segir Arnar, „þurfum við ekki að velta lengi fyrir okkur hvaða
skilyrði þurfi að uppfylla til að teljast ‘Islendingur’ til þess að
rekast á þversagnir sem aðeins verða leystar með meðvituðum
pólitískum ákvörðunum“.5 I reynd má halda því fram að þjóð-
3 Reyndar hefur því verið haldið fram að fræðimenn séu almennt sammála um
réttmæti þessara kenninga um þessar mundir og að akademísk umræða um
þjóðernishyggju sé ekki lengur á milli þeirra sem hlynntir séu þjóðernishyggju
og þeirra sem eru andsnúnir henni, þar sem rætt sé um kosti og galla stefn-
unnar, heldur hvers konar andstæðingar hennar menn séu. Sjá Kelvin Knight,
„Students of Nationalism“, West European Politics, 20/2 (apríl 1997), bls. 178.
4 Arnar Guðmundsson, „Mýtan um Island“, Skírnir, 169. ár (vor 1995), bls.
128-30.
5 Sama, bls. 98.