Skírnir - 01.04.1998, Side 199
SKÍRNIR
ER ÍSLENSK ÞJÓÐERNISKENND FRÁ OZ ?
193
inguna sjálfa hápólitíska, „vegna þess að það eitt að spyrja hennar
felur í sér efa um að íslensk þjóðernisvitund sé sjálfsögð niður-
staða Islandssögunnar".8 Þessi afstaða hefur kallað á nokkur and-
mæli og hefur Arni Bergmann manna helst skipst á skoðunum
við Guðmund. I þeirri umræðu birtist vel sú togstreita sem ríkir
milli þeirra sem aðhyllast kenninguna um ‘ímynduð samfélög’ og
hinna sem snúist hafa til varnar þjóðerniskenndinni.9
Ef þjóðin er ‘ímyndun’ okkar og fyrst og fremst háð hug-
myndaheimi mannanna þá getur hún vitaskuld ekki verið áþreif-
anleg eða óvefengjanleg. Ef menn á hinn bóginn horfa á heiminn
nógu lengi með augum þjóðernishyggjunnar fara þeir að trúa því
að þjóðir séu annað og meira en bara hluti af hugmyndaheimi
þeirra. Þannig verður þjóðin í augum Islendinga ‘náttúruleg stað-
reynd en ekki pólitísk vitund’, eins og Guðmundur Hálfdanarson
orðar það: „megineinkenni þjóðernisstefnunnar sem pólitískrar
hugmyndafræði er að hún hlutgerir huglæga vitund. Hún breytir
með öðrum orðum pólitísku vali í óhagganlega staðreynd [...]“.10
En slík þróun á sér ekki stað í tómarúmi og í því sambandi er rétt
að benda á að þjóðir eru ekki endilega ‘tilbúningur’ þótt þær séu
‘ímyndun’. Breski félagsfræðingurinn Ernest Gellner hefur t.d.
bent á að vissulega noti þjóðernishyggjan ýmsa þá menningararf-
leifð sem fyrir hendi sé til að móta þjóð, en að hans mati felst
aðalatriðið í því að það er þjóðernishyggjan sem finnur upp þjóð-
ina, ekki öfugt.11 Eg er hreint ekki svo viss um að Gellner hefði
verið ósammála þeim orðum Árna Bergmann að „þjóðerni er
gildur þáttur í sjálfumleika manna (flestra, en ekki allra vitanlega),
ræður afar miklu um skilning þeirra á því hverjir þeir eru og
hvaða skilnings og samúðar þeirra tilvistarvandi njóti í
heiminum“.12 Staðreyndin er sú að það er ekki endilega öllum
8 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir Islendinga að þjóð? Nokkrar hug-
leiðingar um uppruna og eðli þjóðernis“, Skírnir, 170. ár (vor 1996), bls. 10.
9 Árni tók eins og Guðmundur þátt í hringborðsumræðum Tímarits Háskóla
Islands um þjóðerniskennd. Guðmundur ritaði greinina „Hvað gerir Islend-
inga að þjóð?“ og Árni svaraði með greininni „Til hvers er þjóðernisumræð-
an?“ sem birtist í Skírni, 171. ár (vor 1997).
10 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir Islendinga að þjóð?“, bls. 27-28.
11 Ernest Gellner, Nations and Nationalism (Oxford, 1983), bls. 55-56.
12 Árni Bergmann, „Til hvers er þjóðernisumræðan?“, bls. 149.