Skírnir - 01.04.1998, Page 200
194
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
stoðum kippt undan þjóðinni þótt hún sé skilgreind sem ‘ímynd-
að samfélag’, enda hafa menn sæst á að ýmislegt annað í hug-
myndaheimi þeirra sé ‘raunverulegt’.13
Arni Bergmann segist aldrei hafa skilið kenninguna um
‘ímynduð samfélög’. Sjálfur sé hann „þjóðernissinni í nafni ástar-
innar á fjölbreytileikanum“ og harmar að iðulega sé rætt um
þjóðernismýtur undir neikvæðum formerkjum, að ‘mýta’ sé alltaf
álitin vafasöm og að þjóðmenning og þjóðerni séu fyrst og fremst
sett í neikvætt samhengi.14 Árni telur þjóðerniskennd meðal
þeirra aflvaka sem megi snúa bæði til hins betra og verra en að
það sé heldur hæpið að ætla að vekja sektarkennd með Islending-
um vegna þjóðahreinsana og ódæðisverka sem framin hafa verið í
Bosníu og á Norður-írlandi í nafni þjóðerniskenndar því „tiltölu-
lega meinlaus þjóðernishyggja Islendinga“ sé þessu óskyld með
öllu, „saklaus af þessum ósköpum að því er best verður séð“.15
Guðmundur Hálfdanarson hefur á hinn bóginn bent á að þótt Is-
lendingar hafi ekki kynnst svörtustu hliðum þjóðernishyggjunnar
af eigin raun geti þeir ekki firrt sig ábyrgð af þeim voðaverkum
sem framin eru í skjóli heilags þjóðarréttar, a.m.k. ekki á meðan
þeir telja sinn eigin rétt hafinn yfir alla gagnrýni eða efa.16
Umræðan hefur óhjákvæmilega tengst breytingum á stöðu Is-
lands í hinni nýju Evrópu. Þannig álítur Árni Bergmann þá sem
vilja rannsaka þjóðernishyggju hafa það markmið að „grafa und-
an því áliti sem táknmál og hefðir þjóðernis hafa notið“ og í
framhaldinu flýta sér „sem mest þeir mega inn í ‘heimsþorpið’
þar sem allir raða sér á sölubása við sama markaðstorg og týna
niður flestri þjóðlegri sérvisku annarri en þeirri sem setur nokk-
urn svip á matseðla veitingahúsa“.17 Arni telur Guðmund hamra
á hinni eitruðu egg ‘tvíeggjaðs sverðs’ þjóðernishyggjunnar
13 Arnar Guðmundsson hefur aukinheldur bent á að tengsl þjóðernishyggju við
mýtur geri hana ekki ‘óraunverulegri’, en að þau skýri hvernig hún geti breyst
og aðlagast nýjum aðstæðum og kröfum, jafnvel þjónað ólíkum og andstæð-
um sjónarmiðum. Sjá „Mýtan um Island“, bls. 99.
14 „Þar sem brimið svarrar á klakabrynjuðum klettum", bls. 42-50.
15 Árni Bergmann, „Til hvers er þjóðernisumræðan?", bls. 147-49.
16 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir Islendinga að þjóð?“, bls. 30.
17 Árni Bergmann, „Til hvers er þjóðernisumræðan?“, bls. 144, 150.