Skírnir - 01.04.1998, Page 201
SKÍRNIR
ER ÍSLENSK ÞJÓÐERNISKENND FRÁ OZ?
195
einmitt í þeim hugmyndafræðilega tilgangi að hvetja íslendinga
til að hugsa dæmið upp á nýtt og greiða þannig fyrir Evrópusam-
runanum „eða enn altækari alþjóðavæðingu“.18 Ekki skal tekin
afstaða til þess efnis hér en hitt er rétt að Guðmundur hefur bent
á að Islendingar hafi tekið virkan þátt í þróuninni til nýrrar þjóð-
ernisvitundar, Evrópuvitundar, án þess að hafa rætt þær pólitísku
forsendur sem að baki henni búi. Að hans mati verður sú leið
ekki fær Islendingum til lengdar að halda bæði og sleppa, þ.e.
njóta ávaxta samvinnu án þess að vilja fórna óskoruðu sjálfstæði
þjóðríkisins.19
Arni Bergmann er ekki einn um að hafa gert athugasemdir við
málflutning á við þann sem Guðmundur ber á borð. Þannig taldi
Ingvar Gíslason í grein um þjóðernisumræðuna sem birtist í
Lesbók Morgunblabsins verulega vanta upp á að frásagnarblær
eða skilningur málshefjenda á gildi þjóðernisstefnu væri svo hlut-
lægur sem hægt væri að krefjast af fræðimönnum. I framhaldinu
lagði hann fram athyglisverða samsæriskenningu:
[...] læðist að manni grunur um að sá hópur sem mest ber á í þessum
skrifum og viðtölum við fjölmiðla sé eins konar fóstbræðralag um einn
efnisskilning, sem gæti sem hægast alið af sér þá viðbótargrunsemd að
verið sé að smíða dægurpólitískt vopn, búa til pólitíska kenningu, draga
saman föng í áróðursboðskap í stjórnmálum líðandi stundar. Tilgangur-
inn kynni að vera sá að taka þátt í því að marka rækileg tímamót í Is-
landssögunni, tímamót sem fælust í því að hreinsa alla pólitík og pólitísk
viðhorf af áhrifum og einkennum, sem kenningasmiðir þessir telja runna
af rótum ‘þjóðernisstefnu’, þjóðræknisviðhorfa. Einkum skiptir þessa
menn máli að uppræta pólitíska þjóðrækni, viljann til að viðhalda sjálf-
stæði og fullveldi þjóðríkisins.20
Ingvar ritaði grein sína skömmu eftir ráðstefnu sem haldin var í
Norræna húsinu hinn 31. ágúst 1996 um sjálfsmynd Islendinga
og má ætla að málflutningur ræðumanna þar hafi orðið Ingvari
18 Sama, bls. 147.
19 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“, bls. 31.
20 Ingvar Gíslason, „Nostalgia Danica“, Lesbók Morgunblaðsins, 21. september
1996.