Skírnir - 01.04.1998, Page 202
196
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
tilefni til að stinga niður penna.21 Ekki er ég viss um að fræði-
mönnum þeim sem tóku til máls á ráðstefnunni líki allskostar við
að vera þannig múlaðir saman enda er mér ekki kunnugt um að
þeir deili stjórnmálaskoðunum, eða séu allir sammála um nauð-
syn þess að Island gangi í EB. Ingvar getur sér þess til að mark-
mið fóstbræðra sé að „marka rækileg tímamót í Islandssögunni“
en í sömu andrá bendir hann á að framundan séu tímamót og að
Islendingum sé hollt að endurskoða þjóðernisviðhorf sín nú und-
ir aldarlok. Ekki getur talist ólíklegt að ‘fóstbræðralag’ það er
Ingvar gerir að umtalsefni hafi einmitt þessa endurskoðun sem
meginmarkmið, samsærið er varla umfangsmeira en það.
Umræða sú sem hér hefur verið rakin gefur ótvíræða vísbend-
ingu um að íslensk þjóðerniskennd sé einmitt í endurskoðun nú
um stundir. Þessi endurskoðun kemur til vegna samspils margra
ólíkra þátta, enda er heimsmynd okkar nú talsvert breytt frá því
sem var á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Jafnframt hafa nýjar
hugmyndir kippt fótunum undan ýmsu því sem eldra er. Af ein-
stökum atriðum sýnist mér sem erfiðast hafi reynst á Islandi að
spyrja nærgöngulla spurninga um samspil þjóðar og tungu - enda
hafa Islendingar tungu sína í hávegum, verndun tungunnar er sí-
fellt predikuð í nafni íslensks þjóðernis. Þess vegna langar mig til
að kanna betur tengsl þjóðar og tungu því ég held að þannig megi
varpa nýju ljósi á kenninguna um ‘ímynduð samfélög’ og þjóð-
ernisumræðuna alla.
Um íslenska tungu og íslenska þjóð
Ahersla Fjölnismanna á mikilvægi tungumálsins fyrir íslenskt
þjóðerni er löngu kunn og Jón Aðils sagnfræðingur ítrekaði
sömu hugmyndir í alþýðufyrirlestrum sínum við upphaf þessarar
21 Þessi ritgerð er breytt útgáfa af fyrirlestri mínum á ráðstefnunni. Fleiri þátt-
takenda hafa birt fyrirlestra sína, sjá Arnar Guðmundsson, „Af hverju
þrjóskast þjóðernishyggjan við?“, Fjölnir, 1. árg., 1. tbl. (sumar 1997); Harald-
ur Jónsson, „I geimferð um Island“, Fjölnir, 1. árg., 2. tbl. (haust 1997) og Sig-
ríður Matthíasdóttir, „Endurreisn lýðræðisins. Þjóðernisgoðsagnir Islendinga
og Tékka", Ný Saga, 9. árg. (1997).