Skírnir - 01.04.1998, Page 204
198
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
þetta mýtuna um íslenskuna, tungan er skilgreind sem ‘lífæð
þjóðernisins’ á Islandi.26
I nýlegri grein í Tímariti Máls og menningar gerði Olafur
Halldórsson að umtalsefni málfar íslenskra bókmenntafræðinga
og rithöfunda sem stunda þann ósið að strá útlendum orðum
„eins og rúsínum í málgrautinn“. Jafnframt óttaðist Olafur að ís-
lenskan virtist vera orðin „óhæft mál til að skrifa um íslensk
fræði“.27 Það er auðvitað gamall siður á Islandi að líta hornauga
frávik frá hefðbundinni notkun íslenskunnar en á undanförnum
árum hefur hins vegar tekið að bera á vilja til að endurskoða við-
horfið til tungumálsins. Til að mynda var Böðvar Guðmundsson
rithöfundur skjótur að svara grein Olafs sem honum fannst vera
„full af forpokuðu málhreinsunartauti, eins konar lögregluskýrsla
um það hryllilega afbrot fólks að reyna að sprengja af sér bein-
serk hreintungustefnunnar“.28 Böðvar lagði áherslu á hlutverk
tungumáls sem tjáningartækis og taldi að íslenskan væri þeim
mun fátækara tjáningartæki ef hún hefði ekki auðgast í aldanna
rás af dönsku og nú á síðari tímum af ensku: „Ætterni orða skipt-
ir mig engu, enda held ég að ‘alíslensk’ orð og orðstofnar séu
varla til. Með öðrum orðum, að hrein íslenska sé svo orðfá og
rýr, að hún myndi ekki duga í hálfa hlunkheldu, hvað þá meir.“29
Böðvar sagðist reyndar gera sér grein fyrir því að sumum þætti
ganga guðlasti næst að láta slík orð falla en það viðhorf rakti hann
til sjálfstæðisbaráttunnar þegar þjóðernissinnar:
notuðu hugmyndina um ættgöfgi tungumálsins í pólitískum tilgangi, lof-
uðu hreinleika málsins og reyndu að útrýma öllu dönsku til að blása lífi í
þjóðernisvitund Islendinga, til að aðgreina séríslenskt frá íslensk-
dönsku, alveg eins og Króatar í dag reyna að útrýma öllu serbnesku úr
26 Orðalag Guðmundar Finnbogasonar, „Móðurmálið", Isafold, 21. mars 1908.
27 Ólafur Halldórsson, „íslenska með útlendu kryddi", Tímarit Máls og menn-
ingar, 58. árg., 2. hefti (1997), bls. 94-98.
28 I framhaldi af þessu spurði Böðvar hvort til væri íslenska ‘án útlends krydds’
og hvort nokkurn tíma hefði verið til ‘hrein íslenska’; töluðu ekki íslenskir
landnámsmenn norsku blandaða gelísku? Böðvar Guðmundsson, „Gaman-
bréf til góðkunningja míns Ólafs Halldórssonar. Með alvarlegum undirtóni
þó“, Tímarit Máls og menningar, 58. árg., 3. hefti (1997), bls. 94.
29 Sama, bls. 105.