Skírnir - 01.04.1998, Page 206
200
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
á að það væri eðli hverrar tungu að fullnægja kröfum þess mann-
félags sem notaði hana: „Þjóð sem skiptir um tungumál nýtir sér
áfram möguleika málsins, og þeir sem byggja Island halda áfram
að vera Islendingar, þó að íslensk tunga breytist mjög eða líði
jafnvel undir lok.“35
Ummæli Arna eru langt frá því að vera dæmigerð fyrir um-
ræðuna. Ótalmargir hafa átt erfitt með að aðskilja mýtuna um
tengsl þjóðar og tungu annars vegar, og ást á íslenskunni hins
vegar. I nýlegri Lesbókargrein viðurkennir Torfi Ólafsson t.d. að
tungumál sé framar öðru tæki okkar til að skilja hvert annað en
segir svo í næstu andrá: „Sú þjóð, sem ekki stendur vörð um
menningu sína og tungu, líður undir lok og má líða undir lok. Að
slíkri þjóð er engin eftirsjá."36 Málflutningur þessi er þversagnar-
kenndur enda vakna efasemdir um það hver sé eiginlega við
stjórnvölinn, verkfærið eða verkstjórinn; íslenskan eða Islending-
urinn. Getur íslenskan ráðið því hvenær íslensk þjóð líður undir
lok ef hún er fyrst og fremst verkfæri Islendingsins?
Svo virðist sem Islendingar þrjóskist við að beina endurskoð-
un íslenskrar þjóðerniskenndar að tungumáli sínu. Mýtan um
tengsl tungunnar við þjóðernið er svo sterk í vitundinni að okkur
kemur ekki einu sinni í hug að efast um hana þótt á sama tíma sé
verið að velta upp náskyldum efasemdum. Rétt er hins vegar að
skoða ofan í kjölinn þá fullyrðingu að íslensk þjóð sé úr sögunni
þegar hún glatar tungu sinni. Nú er að sönnu erfitt að sannreyna
slíka fullyrðingu en sú leið skal farin hér að reyna samanburð við
Irland því þar höfum við dæmi um þjóð sem tapaði tungu sinni -
en lifir enn!37 Vitaskuld er staða írskunnar og íslenskunnar ekki
fullkomlega sambærileg, enda liggja flóknar ástæður og marg-
slungnar að baki því að írsk tunga er ekki lengur þjóðartunga Ira
nema að nafninu til. Hitt er víst að samanburðurinn við Irland
35 Sama, bls. 159.
36 Torfi Ólafsson, „Vinnubrögð sem engu skila“, Lesbók Morgunblaðsins, 26.
júlí 1997.
37 Umræða mín um ‘dauða’ írskrar tungu byggir á bók Regs Hindley, The
Death of the Irish Language: A Qualified Ohituary (London, 1990). Irsk
tunga er ekki ‘dáin’ sem tungumál en hún er liðin undir lok sem þjóðartunga,
og um það snýst þessi umræða.