Skírnir - 01.04.1998, Page 207
SKÍRNIR
ER ÍSLENSK ÞJÓÐERNISKENND FRÁ OZ ?
201
sýnir okkur að íslensk þjóðernisorðræða er alls ekkert einstök
heldur á hún margt sameiginlegt með því sem gerist annars
staðar.38 Þar að auki gæti hann verið vel til þess fallinn að útskýra
hvers vegna sambandið milli þjóðar og tungu er ímyndun okkar -
uppfinning þjóðernishyggjunnar.
Táknrænt gildi gelískunnar fyrir þjóðfrelsisbaráttu Ira
Rétt er að átta sig á því í upphafi að hnignun gelískunnar (írsk-
unnar) hófst sennilega á átjándu öld þótt ekki sé hægt að tala um
hrun hennar fyrr en um miðja nítjándu öld. Irland var á sautj-
ándu og átjándu öld reyrt fastar við Bretaveldi en áður og varð
þannig algerlega háð Bretlandi um alla stjórnskipun, sem og í
efnahags- og menntamálum. Notagildi írskunnar minnkaði mjög
í kjölfarið enda litu bresk stjórnvöld hana hornauga og á írlandi
tóku margir að sjá hið forna tungumál sitt sem gamaldags og hall-
ærislegt, nátengt fátækt og örbirgð almennings, jafnvel sem bagga
á herðum þeirra er vildu bæta lífsskilyrði sín. Millistéttin írska
sagði skilið við írskuna í framhaldi af því og þótt þessi þróun færi
hægt af stað tók írsku að hnigna verulega eftir 1820. Hung-
ursneyðin mikla seint á fimmta áratug nítjándu aldar varð síðan
til að hraða hnignun írskunnar enda féll þar ein milljón íra og
annar eins fjöldi flutti á brott. Þeir sem kusu að hokra áfram á Ir-
landi gátu alltaf átt von á því að flosna upp frá búskap og þá var
sá einn kostur eftir að flytja vestur um haf eða til Astralíu í kjöl-
far allra hinna. Undir þennan möguleika bjuggu menn sig með
því að tileinka sér ensku, enda varð enskukunnátta lykillinn að
betra lífi heima og heiman, írskan var tungumál fortíðar og
fátæktar.39
38 Tékkneski sagnfræðingurinn Miroslav Elroch hefur bent á að það sé til yfrið
nóg af kenningum um eðli þjóðernishyggjunnar, en að okkur vanti nauðsyn-
lega samanburðarrannsóknir um efnið. Sjá „From National Movement to the
Fully-formed Nation: The Nation-building Process in Europe“, Mapping the
Nation, ritstýrt af Gopal Balakrishnan (London, 1996), bls. 78.
39 Sjá frekari umfjöllun í MA-ritgerð minni frá Queen’s háskóla í Belfast, „The
Badge of Nationality. A comparison between the role of language in Irish and
Icelandic national identity" (Belfast, 1997), sérstaklega kafla 2.