Skírnir - 01.04.1998, Page 208
202
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
í þessu sambandi má benda á að hinn mikli leiðtogi kaþólikka
á Irlandi Daniel O’Connell (1775-1847) var áhugalaus um tung-
una (þótt hún væri móðurmál hans) og notaði einvörðungu trúar-
legar og stjórnspekilegar röksemdir í baráttu sinni fyrir auknum
réttindum íra. Þeir voru samt til sem áttuðu sig á því að þarna var
að tapast merk menningararfleifð. Um svipað leyti og írskunni
tók að hnigna verulega vaknaði meðal fræðimanna áhugi á að
safna heimildum um hina deyjandi tungu. Þessir menn höfðu í
sjálfu sér lítinn áhuga á endurreisn írskunnar og það var ekki fyrr
en vindar evrópskrar rómantíkur bárust til írlands sem menn
tóku að tengja líf þjóðarinnar við líf tungunnar.40 Það var ung-
liðasveit O’Connells Young Ireland sem innleiddi þessa hug-
myndafræði í sjálfstæðisbaráttuna: Thomas Davis (1814-1845),
helsti leiðtogi hennar og hugmyndasmiður, hélt á lofti áþekkum
hugmyndum og Fjölnismenn á íslandi um svipað leyti. Davis
taldi þjóðina eiga allt sitt undir menningu sinni, bókmenntum og
sögu. Hann sagði ennfremur að þjóð án tungumáls væri einungis
hálf þjóð; þjóðinni bæri að vernda tungumál sitt betur en landa-
mæri sín enda væri það mikilvægara en hvert það stórfljót eða
hervirki sem stæði vörð um þjóðarandann. Líkt og Fichte taldi
Davis að með því að taka upp annarra tungumál væru menn
hnepptir í ánauð og sál þeirra yrði hlekkjuð um aldir alda ef
tungumálið tapaðist alveg.41 Enda þótt áhrif Davis væru tak-
mörkuð um miðja nítjándu öldina urðu röksemdir hans að beittu
vopni seinna meir, ekki síst í meðförum og túlkun meðlima The
Gaelic Leagued2
Stofnun The Gaelic League árið 1893 markar tímamót. Bar-
átta írskra þjóðernissinna fyrir heimastjórn beið skipbrot 1890 og
hin pólitíska staða ölli þvílíkum vonbrigðum að margir Irar gerð-
ust afhuga stjórnmálum og beindu sjónum sínum í staðinn að
menningarlegri hugðarefnum; ljóðagerð og bókmenntum,
40 Joep Leerssen, Remembrance and Imagination. Pattérns in the Historical and
Literary Representation of Ireland in the Nineteenth Century (Cork, 1996),
bls. 1-8, 157.
41 Thomas Davis, „Our National Language", Essays Literary and Historical by
Thomas Davis, ritstýrt af D. J. O’Donoghue (Dundalk, 1914), bls. 98-99.
42 R. F. Foster, Modern Ireland 1600-1972 (Oxford, 1988), bls. 311-16.