Skírnir - 01.04.1998, Page 210
204
DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
áttu. Samhliða áherslunni á írska menningu óx hatur á öllu því
sem kæfði þessa menningu, einkum forráðum Breta. Undir þeim
varð ekki setið mikið lengur, 700 ára ánauð Irlands varð að ljúka
undireins að mati þeirra manna sem fámennir og illa vopnaðir
háðu Páskauppreisnina 1916 með Patrick Pearse í broddi fylk-
ingar.46
Eftir að helstu leiðtogar þessarar misheppnuðu uppreisnar
höfðu verið teknir af lífi var eins og vaknaði eldmóður meðal
þeirra er eftir lifðu. Með blóðfórn sinni tókst uppreisnarmönnum
þannig að vekja þjóðerniskennd Ira svo rækilega að innan tíðar
geysaði blóðugt frelsisstríð gegn yfirráðum Breta (1919-1921). I
þeirri baráttu var tungumálið ávallt mikilvæg forsenda eða
kannski frekar réttlæting enda hlutu menn að spyrja sig til hvers
verið væri að heyja blóðugt stríð við Breta ef enginn sýnilegur
niunur væri á þjóðunum tveimur: Ef engin írsk þjóðtunga var til,
ef engin sérírsk menningararfleifð var til, þá var heldur enginn
munur á Irum og Bretum og engin írsk þjóð til. Tungan reyndist
því mikilvæg sem eins konar merkimiði þjóðernis, táknrænt gildi
hennar varð á endanum mikilvægara en raunveruleg málhreinsun
enda mátti flestum vera Ijóst að tungunni yrði vart bjargað.47
Eftir að sjálfstæðið var í höfn gleymdu þjóðernissinnuð
stjórnvöld ekki þessari réttlætingu sjálfstæðisbaráttunnar, enda
háðu þjóðernissinnar borgarastríð sín á milli 1922-1923 um mis-
munandi túlkun baráttunnar. Þessir atburðir höfðu kostað Ira of
mörg mannslíf til að nokkur maður gæti viðurkennt að réttlæt-
ingin sem allt byggði á væri harla vafasöm. Kapp var því lagt á að
styrkja tunguna, t.d. með því að setja hana í öndvegi írskrar
46 Sjá Davíð Loga Sigurðsson, „Sjö alda ánauð?“, bls. 21-23, 26-40. Um æviferil
Pearse sjá Ruth Dudley Edwards, Patrick Pearse. Tbe Triumph of Failure
(Dublin, 1977).
47 Tungan fékk fyrir vikið marga (sem annars voru velviljaðir) upp á móti sér,
t.d. þá mörgu mótmælendur sem báru hug til gelískunnar. Sjá R. V. Comer-
ford, „Nation, Nationalism, and the Irish Language“, Perspectives on Irish
Nationalism, ritstýrt af Thomas E. Hachey og Lawrence McCaffrey (Lex-
ington - Kentucky, 1989). Einnig Margaret O’Callaghan, „Language, nationa-
lity and cultural identity in the Irish Free State, 1922-1927: the Irish States-
man and the Catholic Bulletin reappraised“, Irish Historical Studies, XXIV/94
(nóvember 1984).