Skírnir - 01.04.1998, Page 213
SKÍRNIR
ER ÍSLENSK ÞJÓÐERNISKENND FRÁ OZ ?
207
írskunni sem þjóðartungu, en þeir sjá sig enn sem íra, þeir vilja
vera Irar og aðrar þjóðir vilja að þeir séu Irar. Sú fullyrðing að
írsk þjóð hafi dáið með gelískunni er því í raun fáránleg á meðan
þeir sem eftir lifa kalla sig ennþá Ira. Þjóðin er ekki rígbundin
tungumáli sínu. Þótt tungumálið deyi þýðir það ekki endilega að
þjóðin hverfi um leið. Þess vegna verðum við áfram íslendingar
þótt tungan tapist, að minnsta kosti svo lengi sem við höfum ein-
hvern áhuga á að kalla okkur íslendinga og á meðan einhverjar
forsendur finnast til að réttlæta það.
írum hefur ekki reynst auðvelt að takast á við það að írskan er
ekki lengur þjóðartungumál þeirra, heldur minnihlutatungumál á
undanhaldi. Sagnfræðingurinn Joseph Lee hefur fjallað um þau
sár sem liggja eins og mara á írsku þjóðarsálinni eftir að mönnum
varð ljóst að þeir höfðu glatað tungunni og þannig brugðist
trausti forfeðra sinna.53 Segja má að sektarkennd sé gefin hverju
írsku ungabarni með móðurmjólkinni sem vart er líkleg til að afla
tungunni velvildar. Loks hafa ódæðisverk írska lýðveldishersins
IRA á undanförnum þrjátíu árum valdið því að Irar hafa í aukn-
um mæli snúist gegn öllu því sem kennt er við þjóðernishyggju,
þ.m.t. tungunni. Mýtan um þjóðtunguna írsku sætir sannarlega
mikilli gagnrýni. Nýlega hefur blaðamaðurinn Fintan O’Toole
haft orð á því að tregða núlifandi íra til að viðurkenna að írska er
ekki og verður ekki tungumál meirihluta þjóðarinnar, byggi á
sömu hræsni og einkenndi málræktarhreyfinguna írsku.54
Heiftin sem einkennir málflutning O’Tooles er síður en svo
einsdæmi á írlandi.55 Reynsla íra bendir til að of mikil áhersla á
táknrænt mikilvægi tungumáls geti verið skaðleg, skapað andúð
og jafnvel minnimáttarkennd sem vinnur gegn vexti og þroska
tungumáls og spillir þannig um leið lífslíkum þess. Hún ætti að
minna okkur íslendinga á að þeir sem sakaðir eru um að vanrækja
tungumálið, og um að vera þess vegna óþjóðhollir, eru varla lík-
legir til að vilja veg íslenskunnar sem mestan. Vert er að muna að
53 J. J. Lee, Ireland 1912-1985, bls. 669.
54 Fintan O’Toole, „Hypocrisy the main block to debate on TnaG“, The Irish
Times, 7. júní 1996. OAoole er ekki einungis þekktur dálkahöfundur heldur
hefur hann ritað nokkrar bækur í sama dúr.
55 Sjá Davíð Loga Sigurðsson, „The Badge of Nationality“, bls. 45-46.