Skírnir - 01.04.1998, Page 218
212
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
SKÍRNIR
prentverk í landinu og er óhxtt að tala um byltingu, svo mikið jókst
prentunin eftir það. Prentsmiðjan var í Viðey fram á árið 1844 og fluttist
þá til Reykjavíkur. Böðvar hefur einnig gert þessu tímabili góð skil í bók
sinni Viðeyjarprent?
Það er jafnan athyglisvert hvernig búið er að börnum og uppeldi
þeirra meðal þjóða. Einn þáttur í því að skoða menningarstig íslensku
þjóðarinnar er að athuga hvað var borið á borð fyrir börn áður en skóla-
skylda komst á og hvert var námsefni þeirra eftir að nýstofnaður skóli
tók við þeim. Þarna eru stafrófskverin mjög mikilvægar heimildir svo og
önnur bókaútgáfa ætluð ungu fólki. Fyrsta bókin á íslensku sem ætluð
var ungmennum kom út í Kaupmannahöfn 1780 og síðan endurútgefin
þar 1838. Það var bók séra Vigfúsar Jónssonar Barnaljóð, heilræði til lít-
illar dóttur hans. Þetta er snotur bók með nokkrum skreytingum og
bókarhnúti.
Fyrsta stafrófskverið kom út 1695 og var það prentað í Skálholts-
prentsmiðju að frumkvæði hins mikla menningarfrömuðar og brautryðj-
anda í prentverki Þórðar Þorlákssonar biskups. Stafrófskver hafa að
geyma geysimiklar upplýsingar um hverju var haldið að íslenskum börn-
um, hvernig staðið var að lestrarkennslu hér um aldir og um þær áhersl-
ur sem verið hafa í uppeldi barna á hverjum tíma. Gaman hefði verið ef
höfundur hefði gert þessum athyglisverða þætti ýtarlegri skil. Hvað
skyldi t.d. Lestrarkver kanda heldri manna börnum, sem kom út 1830,
hafa haft að geyma og að hvaða leyti var það frábrugðið lestrarkveri
handa almúgabörnum? Var það innihaldið, kennsluaðferðin eða ef til vill
ný og framandi leturgerð?
Hér hefði höfundur getað upplýst okkur um breytingar þær sem áttu
sér stað. Latínuletur, sem þar birtist í fyrsta sinn í bók fyrir börn, var á
góðri leið með að ryðja brotaletrinu úr vegi. Brotaletrið eða heiðna letr-
ið, eins og það var líka kallað, þótti nú ekki hæfa á annað en römmustu
tröllasögur og rímur. I stafrófskverum er mikil menningarsaga fólgin og
vert að gefa þeim gaum.
Það rýrir ritið nokkuð að taka upp dægurmál á borð við breytingar
þær sem urðu á fyrirkomulagi Fiske bókasafnsins á fyrstu árum þessa
áratugar, en safnið er annað stærsta safn íslenskra rita erlendis. Þar urðu
allmiklar breytingar þegar safmð var gert að emu af sérsöfnum í deild-
inni „Rare books and Manuscripts". Ekkert er líklegra en að safnið rísi
við aftur. Teikn eru þegar á lofti um það. Skipulagsbreytingar valda oft
óánægju og óþægindum en ekki er alltaf ástæða til að halda að óánægjan
verði viðvarandi. Auðlegð Islendinga gæti sem best orðið sígilt uppslátt-
arverk og þá á ekki dægurþras heima þar.
3 Böðvar Kvaran: Viðeyjarprent. (Viðeyjarrit, I). Reykjavík 1995.