Skírnir - 01.04.1998, Page 221
SKÍRNIR
FRÆÐIBÆKUR UM PRENTUN Á ÍSLANDI
215
vægur liður í átt að sjálfstæðri vinnu þar sem menn hafa fengið útrás fyr-
ir frumkvæði og sköpun.
I fjölþættri samfélagssögu sinni fjallar Ingi Rúnar um umhverfið eða
samfélagið sem ytri ramma bókargerðar. Hvað varðar „capital cultureT'
þá vekur athygli að bókargerðamenn á Islandi hafa sumir hverjir verið
raunverulegir listamenn. Þessi kafli vekur margar spurningar og hcfði
farið mjög vel á að Ingi Rúnar hefði leyft sér það svigrúm að kynna les-
andann betur fyrir þeim skilyrðum sem ýmist fjötruðu eða leystu lista-
menn úr álögum.
Litróf margbreytileikans er sýnilegt í vinnu þeirra. Er það afar eftir-
tektarvert og á það ekki síst við um bókbandið. Skammt er milli frábærs
handverks og listsköpunar eins og berlega kemur í Ijós þegar bókband er
grannt skoðað og á það við enn þann dag í dag. Menn, sem fæddir voru á
síðustu öld, eins og Þorsteinn Guðmundsson, Arngrímur Gíslason og
Þórarinn B. Þorláksson, lærðu að binda bækur og höfðu það að lifi-
brauði áður en þeir sneru sér alfarið að málaralist og urðu þekktir á því
sviði.6 Ekki var listaumræðan í landinu né kjör listamanna þeim hagstæð.
Engu að síður svöruðu þeir kalli listagyðjunnar, hennar sem ekki er
ávallt talin auðveld í sambúð. Hjá þeim öllum kennir hagleiks- og list-
hneigðar á unga aldri og er þeim því komið í bókbandsnám sem síðar
verður þrep á vegferð þcirra til listsköpunar. Hér vekur Ingi Rúnar sér-
staklega athygli á því að auður leynist víða með mannfólkinu, enda mjög
merkilegt, og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Við höfum orðið vitni að
því í samtímanum að menn úr hópi prentmyndasmiða hafi lagt iðngrein-
ina á hilluna og helgað sig list sinni. Má í því sambandi nefna listmálar-
ana Eirík Smith, Gunnlaug Gíslason og fleiri.
Þó að Ingi Rúnar fari ekki út í þá sálma í bók sinni þykir sjálfsagðara
að skáld og rithöfundar leiti til bókagerðar til að brauðfæða sig og sína
og var svo einkum fyrrum. Enginn vafi er á að vinna við texta hefur veitt
þeim fullnægju sem sjálfir fengust við skriftir og verkað sem hvati á þá
að birta eigin verk. Margvíslegt efni rekur á fjörur manns í slíkri vinnu,
þó meira fyrr en nú, áður en hraðinn og sjálfvirknin í prentverkinu varð
meiri.
Ýmsar ytri aðstæður eru raktar í félagssögu Inga Rúnars og varpar
hann Ijósi á aðbúnað manna á vinnustöðum og ennfremur hvaða kjörum
þeir sættu. Unnið var hörðum höndum og vinnutíminn langur. Félags-
fræðileg meðferð efnisins er skýr enda er höfundurinn félagsfræðingur
eins og áður segir. Frá námi og fræðslu í bókagerð hér á landi er skil-
merkilega greint. Athygli vekur að Prentskólinn var fyrsti verknáms-
skólinn hér á landi og í bókinni segir skemmtilega frá hvaða eiginleikum
6 Björn Th. Björnsson: Islenzk myndlist á 19. og 20. öld I. Reykjavík 1964, s.
24-28,51-54 og 55-58.